1. desember 2025
Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

Á nýrri heimasíðu er fyrst og síðast leitast við að svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir.
Ýmsar nýjungar má finna á nýrri heimasíðu svo sem viðburðadagatal sem tengir saman viðburði í kirkjum landsins á einn stað.
Þá má finna lista yfir allar kirkjur, kapellur og bænhús Þjóðkirkjunnar, og er það líkast til í fyrsta sinn sem slíkur listi er tekinn saman á vefnum. Til gamans má geta að húsin eru alls 361.
Von er á viðbótum og uppfærslum á síðuna næstu daga og vikur og verða þær kynntar hér sem og á samfélagsmiðlum kirkjunnar jafnóðum.
Ábendingar og athugasemdir vegna heimasíðu kirkjunnar má beina á: heimir@kirkjan.is.

.jpg?proc=NewsImageSmall)
