Bjarki Geirdal Guðfinnsson ráðinn

12. júní 2025

Bjarki Geirdal Guðfinnsson ráðinn

Bjarki Geirdal Guðfinnsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Breiðholtsprestakall í Reykjavík.

Tvær kirkjur eru í prestakallinu, Breiðholtskirkja og Fella og Hólakirkja.

Sóknarprestur er sr. Pétur Ragnhildarson.

Bjarki Geirdal Guðfinnsson hefur verið valinn til starfans.

Bjarki er fæddur árið 1992 og er alinn upp í Reykjavík.

Foreldrar hans eru Agnes Geirdal og Guðfinnur Eiríksson skógarbændur í Bláskógabyggð.

Hann er giftur Hólmfríði Frostadóttur sérfræðingi hjá Reykjavíkurborg.

Þau eiga tvær dætur, sem eru sjö og þriggja ára.

Bjarki útskrifaðist með mag. theol gráðu frá Guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands vorið 2024.

Áður var hann í námi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Hann lauk diplómanámi í sálgæslufræðum við Endurmenntun HÍ nú í vor.

Bjarki hefur meðal annars unnið á sambýli og á réttargeðdeild LSH auk þess að starfa í nokkrum söfnuðum bæði í barna og unglingastarfi og við kirkjuvörslu.

Hann starfar nú sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju og hjá Útfararstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Bjarki verður vígður til starfsins næst komandi sunnudag 15. júní.


slg.


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.