Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apríl 2025

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

Presta- og djáknastefna 2025 var sett í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Stefnan hófst á prósessíu vígðra þjóna kirkjunnar og messu í Seltjarnarneskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikaði og setti stefnuna að messu lokinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði jafnframt setningarathöfnina. 

Yfirskrift presta- og djáknastefnu 2025 er sótt í Filipíbréfið. „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð“. (Fil. 4.4)

Stefnan stendur fram til miðvikudags og eru ýmsar umræður á dagskrá. Má þar helst nefna umræður um nýja Handbók, nýja og uppfærða heimasíðu sem og liti kirkjuársins og hempuna. 

Setningarræðu Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands má lesa hér í heild sinni.

hh 

    logo kirkjan.png - mynd

    Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

    01. des. 2025
    ...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
    Logo.jpg - mynd

    Laust starf

    21. nóv. 2025
    ... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
    Sigurður flosa.jpg - mynd

    Sigurður Flosason söngmálastjóri

    18. nóv. 2025
    Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.