Sr. Guðbjörg valin prófastur

8. apríl 2025

Sr. Guðbjörg valin prófastur

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til að taka við starfi prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Hún hefur nú skipað Guðbjörgu Jóhannesdóttur, prest í Langholtskirkju og sóknarprest í Laugardalsprestakalli í starfið.

Guðbjörg útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996, og MA í sáttamiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2007.

Hún var vígð til prestsþjónustu árið 1998.

Fyrstu níu árin þjónaði Guðbjörg á Sauðárkróki og á Skaga, næstu árin í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi þar til hún tók við sem sóknarprestur í Langholtskirkju árið 2012.

Auk þess starfaði hún um fjögurra ára skeið hjá Ríkissáttasemjara samhliða prestsstörfum.

Áhugasvið starfsins segir Guðbjörg vera þróun helgihalds, prédikun og ræðugerð, prestsþjónusta við fólk almennt, mannauðs og skipulagsmál.

Áhugamál utan vinnu er lestur fagurbókmennta og glæpasagna, að auki þykir henni einstaklega gaman að elda góðan mat og að gefa sér tíma til andlegrar ræktar.

Eiginmaður Guðbjargar er Sigurður Páll Hauksson endurskoðandi og eiga þau fimm börn, Berglindi Rós, Heklu, Ketil, Tind og Esju.

Barnabörnin eru orðin þrjú, Alba, Kara og Leifur.

 

slg

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.