Ástin og lífið í Bústaðakirkju

31. janúar 2025

Ástin og lífið í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja í kvöldsólinni

Áhugaverð dagskrá verður í Bústaðakirkju í febrúar sem hefur yfirskriftina:

Ástin og lífið - febrúar í tali, tónum og ljóðum.


Miðvikudagur 12. febrúar kl. 19:30-21:00:

Hinseginleikinn, ástin og trúarbrögðin

Hvernig birtist hinseginleikinn í ólíkum trúarbrögðum?

Sólveig Rós foreldra og uppeldisfræðingur leiðir samtal kynslóða um fjölbreytni fólks með áherslu á að við erum öll dýrmæt eins og við erum.

Ást og kærleikur Guðs er fyrir allt fólk alltaf.

Jónas Þórir stýrir tónum og ljóðum.


Fimmtudagur 13. febrúar kl. 19:30-21:00:

Ástin og loddaralíðan

Erum við heil í okkar nánustu samböndum?

Erum við loddarar gagnvart okkur sjálfum, maka okkar og Guði?

Lella Erludóttir markþjálfi fjallar um loddaralíðan í tengslum við okkar dýrmætustu samskipti.

Jónas Þórir stýrir tónum og ljóðum.


Föstudagur 14. febrúar kl. 19:30-21:00 Valentínusardagurinn

Ástarblossinn eftir fimmtugt

Hvað tekur við þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu?

Síðari hálfleikur hjónabandsins er að mörgu leyti annars konar, en getur jafnframt verið gefandi tími.

Sigríður Kristín prestur í Fossvogsprestakalli fjallar um síðari hálfleikinn og leiðir til að njóta hjónabandsins eftir fimmtugt.

Jónas Þórir stýrir tónum og ljóðum.


Laugardagur 15. febrúar kl. 12:00-17:00

Tenging ástar í helg bönd – ókeypis hjónavígslur

Orgelleikur og prestsþjónusta við hjónavígslur ókeypis í dag, í tilefni af nýliðnum Valentínusardegi.

Könnunarvottorð þurfa að liggja fyrir frá sýslumanni (má nálgast á island.is), skráning hjá prestum kirkjunnar í síma 553-8500 eða á netföngin sigridur@kirkja.is og thorvaldur@kirkja.is.


Sunnudagur 16. febrúar kl. 13:00

Ástarmessa í Bústaðakirkju

Kammerkór Bústaðakirkju syngur við undirleik Jónasar Þórir.

Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Fræðsla

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.