Blessunaróskir berast frá víðri veröld

10. maí 2024

Blessunaróskir berast frá víðri veröld

Sr. Guðrún við altari Grafarvogskirkju

Kjör sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups Íslands hefur vakið athygli um allan heim.

Þetta kemur fram á vef Lútherska heimssambandsins.

Hér kemur vel í ljós að þjóðkirkjan er ekki eyland, heldur erum við hluti af alheimssamtökum eins og Alkirkjuráðinu, Lútherska heimssambandinu og fleiri samtökum.

Á vef sambandsins segir dr. Ireneusz Lukas yfirmaður Evrópusviðs Heimssambandsins:

„Það er með mikilli gleði að við fá fréttir af kosningu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups Íslands.

Við sendum henni innilegar hamingjuóskir og ósk um að hún verði leidd af heilögum anda sem gefur henni hugrekki til að boða orð og verk fagnaðarerindisins og kærleika til alls mannkyns og allrar sköpunarinnar.

Guð gefi henni gleði og blessun á hverjum degi þjónustu hennar.“

Við þessa færslu hafa borist fjöldi blessunaróska víðs vegar að úr heiminum.

Meðal annars frá Perú, Suður-Afríku, Uganda, Nígeríu, Madagascar, Kenya og Liberiu.

Þá hafa borist kveðjur frá Chhinwara, Tamul Nadu, og Dehli á Indlandi, frá Þýskalandi, Póllandi, Svíþjóð og Bretlandi og frá þessum ríkjum Bandaríkjanna: Kentucky, New York, Washington D.C. Pensyvaniu, Arizona, Tennessee, Nebraska.

Þess má geta að lokum að Lútherska heimssambandið hefur lagt mikla áherslu á jafnrétti.

Á heimsþinginu sem haldið var í Budapest árið 1984 var samþykkt að hvetja allar aðildarkirkjur sambandsins til að ná sem mestu jafnrétti eða að minnsta kosti 40% í öllum nefndum og ráðum kirknanna svo og í yfirstjórn þeirra.


slg


  • Biskup

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.