Stefna þjóðkirkjunnar í innflytjendamálum kynnt á héraðsfundi

3. maí 2024

Stefna þjóðkirkjunnar í innflytjendamálum kynnt á héraðsfundi

Sr. Toshiki Toma í ræðustól

Héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 28. apríl í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum.

Prófastsdæmið er víðfeðmt og þar voru samankomin vígðir og óvígðir fulltrúar allt frá Vopnafirði suður í Álftafjörð.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prófastur Austurlandsprófastsdæmis bauð þátttakendur velkomna í yfirlitsræðu sinni um starf prófastsdæmisins, sem á síðasta ári var í mjög svo hefðbundnum farvegi, eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað.

Auk lögbundinna héraðsfundarstarfa var haldin helgistund með skírnarminningu.

Aðalerindi fundarins hélt sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, erindi um stefnu þjóðkirkjunnar í innflytjendamálum.

Stefnu þjóðkirkjunnar má finna hér.

Að sögn sr. Sigríðar Rúnar var erindi sr. Toshiki afskaplega fróðlegt.

Vígslubiskup Hólaumdæmis, sr. Gísli Gunnarsson, var gestur fundarins og ávarpaði hann fundarfólk.

Notaði sr. Gísli tækifærið og bauð viðstöddum heim að Hólum þriðju helgina í ágúst, þegar mikið verður um að vera að venju þegar Hólahátíð er haldin.

Sr. Sigríður Rún segir að síðustu ár hafi skapast sú venja að taka hluta héraðsfundar undir hópastarf, þar sem rætt er um knýjandi mál safnaðanna og kirkjunnar í héraði.

“Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og leiðir fólk með ólík sjónarmið saman, auk þess sem það kynnist þeim fjölbreyttu aðstæðum sem fólk í kirkjustarfi býr við“

segir sr. Sigríður og bætir við:

„Samfélagsþátturinn á héraðsfundum á Austurlandi er mikilvægur og sérdýrmætur, þar sem tækifæri, sem gefast, til að hittast eru fá.

Þá var gert vel við fólk í borðsamfélaginu, þar sem íslenska moðsoðna lambið var í öndvegi, auk rjómatertunnar góðu í lok fundar, enda eru Eiðaþinghármenn höfðingjar heim að sækja.“


slg


Myndir með frétt

  • Flóttafólk

  • Fundur

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.