Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apríl 2024

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju síðasta mánudag mánaðarins í Grensáskirkju.

Mánudaginn 29. apríl kl. 12:00 munu öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar snæða saman að venju.

Að þessu sinni mun Kristín Hraundal kirkjuvörður Grensáskirkju annast um matinn og elda bjúgu og uppstúf fyrir viðstadda.

Að þessu sinni mun Ólafur Egilsson fyrrum sendiherra, segja frá upphafi Hjálparstarfs kirkjunnar og tilurð þess að starfsemin var sett á laggirnar.

Mögulegt verður að eiga samtal um hið ómetanlega starf Hjálparstarfs kirkjunnar hérlendis og erlendis.

Hugmyndin að baki samverunum er að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið.

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Til að meta hversu mikinn mat þarf að kaupa er fólk beðið um að tilkynna þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 fimmtudaginn 25. apríl.

Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.