Tilkynning frá kjörstjórn

15. mars 2024

Tilkynning frá kjörstjórn

Kærufresti vegna tilnefninga til biskupskjörs lauk á hádegi í dag, 15. mars, sbr. 3. mgr. 14. gr. starfsreglna nr. 9/2021-2022  um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Kjörstjórn barst engin kæra.

Þá hafa þau þrjú sem flestar tilnefningar hlutu gefið kost á sér í kjörinu, sbr. 4. mgr. 14. gr. nefndra starfsreglna.

Því tilkynnist hér með að neðangreind verða í kjöri til biskups Íslands:

Sr. Elínborg Sturludóttir

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Eins og áður hefur verið auglýst hefst kosningin kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.