Tilkynning vegna tilnefninga

6. febrúar 2024

Tilkynning vegna tilnefninga

Tilnefningum til kjörs biskups Íslands lauk á hádegi í dag, 6. febrúar.

Fram kom að af 164 sem máttu tilnefna hafi 160 tilnefnt.

Fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania á hádegi til að rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga, eins og gert er ráð fyrir í 13. gr. starfsreglna kirkjuþings nr. 9/2021-2022 um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir.

Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk.

 

slg

  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.