130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

12. október 2023

130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

Páll Ísólfsson

Í dag, 12. október, eru liðin 130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar organista.

Hann var bæði orgel- og píanóleikari, hljómsveitar- og söngstjóri svo og tónskáld.

Páll gegndi mörgum störfum, en aðalstarf hans var að hann var dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil.

Páll var einn af forystumönnum í íslensku tónlistarlífi og mikill áhrifavaldur í kirkjumenningu og íslenskri tónlistarsögu.

Dómkirkjusöfnuðurinn og Tónskóli þjóðkirkjunnar minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október næstkomandi kl. 11:00.

Þar munu tveir af nemendum Tónskólans þeir Hrafnkell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson taka þátt í messunni.

Þeir leika forspil og eftirspil eftir Pál og Max Reger, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Regers.

Hann var meðal kennara Páls við tónlistarháskólann í Leipzig þar sem hann stundaði nám.

Kl. 12:30 sama dag flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls.

 

„Hér er á ferðinni mjög áhugaverður viðburður um íslenska tónlistarsögu og kirkjumenningu“

segir í frétt frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Fræðsla

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.