Þórunn Valdimarsdóttir í Neskirkju

3. maí 2023

Þórunn Valdimarsdóttir í Neskirkju

Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur heimsækir í Neskirkju strax að lokinni messu 7. maí. Þar ræðir hún bók sína sem hefur yfirskriftina: Lítil bók um stóra hluti.

Í kynningu á bókinni hjá Forlaginu segir: „Tókst mér ekki örugglega að ganga fram af öllum og sjálfri mér líka?” Þetta segir Þórunn Valdimarsdóttir á einum stað í þessari einstæðu bók eftir að hafa velt fyrir sér samskiptum kynjanna innan og utan hjónabands.

Það er samt ekki markmið höfundar að ganga fram af fólki heldur tekst hún hér á við stórar spurningar. Og hún gerir það á sinn hátt: stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Hún lætur hér reyna á alls konar pælingar um hlutskipti okkar mannanna og framferði á jörðinni og skapar sífellt óvæntar tengingar af undraverðu áreynsluleysi, innblásin af tilvistarheimspeki og sagnfræði, náttúrulífsmyndum og auðvitað eigin lífsreynslu sem kona, fræðimaður, rithöfundur, móðir, eiginkona, skáld og manneskja. Þórunn fjallar um ræktun sálarinnar og orkustöðvar líkamans, kynlíf og ástarsambönd, Guð og guðleysi, fjarveru og nánd, náttúru og menningu. Hún er hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.

  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Fræðsla

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.