Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

13. febrúar 2023

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Vígsluþegar ásamt Biskupi Íslands og vígsluvottum

Prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær 12. febrúar.

Biskup Íslands vígði tvo presta.

Vígð voru sr. Karen Hjartardóttir og sr. Ægir Örn Sveinsson.

Sr. Karen vígist til Bjarnanesprestakalls, sem nær yfir Hafnarsókn í Hornafirði, Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Hofssókn í Öræfum og Kálfafellsstaðarsókn.

Sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

Sr. Ægir Örn vígist til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Þar eru tvær sóknir, Ingjaldshólssókn og Ólafsvíkursókn.

Vígsluvottar voru sr. Gunnar Stígur Reynisson, sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur Vesturlandsprófastsdæmis og sr. Magnús Björnsson pastor emeritus.

Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari.


slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígsla

  • Biskup

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.