Barnastarfsnámskeið

29. ágúst 2022

Barnastarfsnámskeið

Barnastarfsnámskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju - mynd: hsh

Barnastarf safnaðanna fer senn af stað og undirbúningur er víða hafinn.

Fræðslu- og kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu boðar til fyrsta barnastarfsnámskeiðs haustsins í Breiðholtskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17.00. Fleiri námskeið verða kynnt síðar.

Á námskeiðinu á morgun verður nýtt barnaefni kynnt: Í öllum litum regnbogans. Mun Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sjá um þann þátt.

Á námskeiðinu verður vinnustofa undir yfirskriftinni: Hvernig eflum við starfið? Unnið verður eftir leiðum lausnamiðaðrar nálgunar. Um þennan þátt sér Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á fræðslusviði Biskupsstofu.

hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Barnastarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.