Kirkjuþing fundar

1. mars 2022

Kirkjuþing fundar

Fundarbjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til 8. fundar kirkjuþings þriðjudaginn 8. mars og mun hann fara fram í gegnum fjarfundabúnað.

Þingfundurinn hefst kl. 10.00 og mun væntanlega standa yfir í aðeins tvær klukkustundir.

Dagskrá:

Fundarsetning.
1. Kosning uppstillingarnefndar, sbr. 18. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021.
2. Kosning fulltrúa í starfskostnaðarnefnd kirkjuþings í stað Önnu Guðrúnar Sigurvinsdóttur.
Þingfundi slitið.

Lokaður kynningarfundur kirkjuþings verður haldinn í framhaldi af þingfundi. Þar fer fram kynning á stöðu fjármála Þjóðkirkjunnar 2021 og horfum ársins 2022 – fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar, Ásdís Clausen, og sr. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, fara yfir stöðuna. Fundurinn er haldinn samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar kirkjuþings og að ósk formanna fastra þingnefnda kirkjuþings.

Síðasti fundur þessa kirkjuþings er svo áætlaður 22. mars n.k

Framboðsfrestur fyrir kirkjuþing 2022-2026 rennur út 15. mars n.k.

hsh


  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.