Kirkja, tónlist og texti
Orgel - drottning hljóðfærannaHægt er að sækja um styrki í Tónmenntasjóð kirkjunnar til miðnættis sunnudaginn 30. nóvember n.k.
Ekki verður annað sagt en að um sé að ræða merk tímamót hjá Tónmenntasjóði kirkjunnar vegna þess að þetta er í síðasta sinn sem úthlutað verður úr honum. Í hans stað kemur á næsta ári Tónlistarsjóður þjóðkirkjunnar og Stefs og er þess vænst að hann verði mun öflugri en hinn eldri sjóður.
Umsóknir í Tónmenntasjóð kirkjunnar sendist á netfangið: margret.boasdottir@kirkjan.is
Samkvæmt reglum sem taka til sjóðsins skal hann styrkja tónskáld og textahöfunda sem semja kirkjuleg verk.
Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að styrkhæf verk séu meðal annars: frumsköpun tónlistar og útsetningar; textar og þýðingar við tónlist; útgáfa á nótum sem og hljóðritum; og heimildarit um kirkjutónlist. Sjóðurinn styrkir ekki tónleikahald.
Þar sem ekkert sérstakt eyðublað fyrir styrkumsókn er til þá skal eftirfarandi koma fram í umsókninni: nafn, heimilisfang, kennitala, netfang og símanúmer. Einnig stutt ferilskrá og greinargóð lýsing á verkefninu ásamt kostnaðaráætlun. Þá er hægt að senda sýnishorn með umsókn.
Úthlutun styrkja fer fram í desember á þessu ári.
Í fyrra hlutu ellefu styrk úr sjóðnum.
Margrét Bóasdóttir, formaður, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra
Hildigunnur Rúnarsdóttir, meðstjórnandi, tilnefnd af STEF
Hrafn Andrés Harðarson, meðstjórnandi, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands
Varamenn
Gunnar Andreas Kristinsson, tilnefndur af STEF
Margrét Lóa Jónsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands
hsh


.jpg?proc=NewsImageSmall)