Guðsþjónusta á farsi

2. júní 2020

Guðsþjónusta á farsi

Frá guðsþjónustunni í Breiðholtskirkju

Það voru sannarlega tímamót þegar guðsþjónusta fór fram í fyrsta skipti hér á landi á farsi (persnesku). Fólk kannast við guðsþjónustur á ensku, dönsku og sænsku, en ekki farsi! Þessi tímamót urðu í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju á hvítasunnudag, þann 31. maí.

Tæplega þrjátíu manns mættu til guðsþjónustunnar og þar má meðal um tuttugu manns sem tala tungumálið farsi og eru þau öll flóttamenn en helmingurinn er búinn að fá dvalarleyfi. Auk þeirra voru við guðsþjónustuna tíu íslenskir vinir þeirra. Samkoman fór eingöngu fram á farsi og þó að íslenskir vinir gætu ekki skilið tungumálið nutu þeir þess að finna gleðina, kærleikann og þakklætið sem skein úr andlitum þeirra sem nutu þess að heyra Guðs orð á eigin móðurmáli.

Hátíð fjölbreytileikans
Það var sérstaklega viðeigandi að kirkjan gæti boðið upp á helgihald á farsi, þar sem hvítasunnuhátíðin er ekki síst hátíð fjölbreytileikans og hátíð einingar. Það var upplifun fólks að þarna væru dýrmæt tímamót hjá þjóðkirkjunni.

Prestur var séra Soroush Hojat, en hann kom hingað til Íslands frá Íran síðasta sumar sem flóttamaður ásamt eiginkonu sinni. Hjónin fengu landvistarleyfi s.l. haust ásamt fyrsta barni þeirra hjóna sem fæddist hér á landi. 

Guðþjónusta á farsi er ekki enn orðin reglubundinn viðburður hjá Alþjóðlega söfnuðinum, en stefnt er að því að hefja reglubundnar guðsþjónustur á farsi á næstunni.

tt/als/hsh

 


Hér stendur: Guðþjónusta á farsi. Mynd af sr. Soroush Hojat


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Alþjóðastarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.