Fundum kirkjuþings frestað

18. maí 2020

Fundum kirkjuþings frestað

Kirkjuþingsbjallan

Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum hinn 13. maí sl. að fresta enn frekar framhaldsfundum kirkjuþings 2019, sem halda átti 12. júní nk., til fimmtudagsins 10. september 2020. Þetta er gert vegna þeirra aðstæðna sem enn ríkja í þjóðfélaginu og munu líklega ríkja um nokkra hríð enn.

Ráðgert er að þegar 59. kirkjuþingi 2019 (framhaldsþingi) lýkur mun 60. kirkjuþing 2020 verða sett í beinu framhaldi.

Gert er ráð fyrir að allt þinghaldið geti staðið yfir í u.þ.b. eina viku.

Ástæða þess að forsætisnefnd ákvað að fresta þingfundum um þrjá mánuði er sú að hvorki reyndist mögulegt að fá nógu stóran né hentugan sal til þingfunda til að unnt væri að halda í heiðri tveggja metra regluna um fjarlægð milli manna.

Um kirkjuþing Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Þingið kemur árlega saman til fundar á haustdögum. Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Á þinginu sitja 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Forseti kirkjuþings er kjörinn úr röðum leikmanna. Núverandi forseti er Drífa Hjartardóttir.

Kirkjuþingsfulltrúar

hsh


  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þing

  • Viðburður

  • Biskup

  • Covid-19

  • Frétt

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.