Spennandi málþing: Trú og íþróttir

20. janúar 2020

Spennandi málþing: Trú og íþróttir

HM 2018 - Ísland - Argentína í Moskvu 16. júní. Þjóðsöngur Íslands leikinn - textinn er sálmur, lofsöngur. Mynd: Pétur Hreinsson.

Næstkomandi laugardag, 25. janúar, verður haldið málþing í Neskirkju á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Neskirkju; yfirskrift þess er: Trú og íþróttir.

Íþróttir ná til fjölda greina eins og öllum er kunnugt. En fótboltinn ber þar höfuð og herðar yfir allar aðrar greinar – og er engan á hallað með þeim orðum.

„Hinn fagri leikur? Það ætti að kalla fótboltann hinn heilaga leik. Þegar öllu er á botninn hvolft er það hið eina sem ósamstíga fólk í öllum málum getur verið sammála um hér í heimi. Orð Diego Maradona (sem eitt sinn greindi ekki a milli eigin handar og handar Guðs) um að „fótbolti sé ekki leikur eða íþróttir heldur trúarbrögð (religion) eru skilin með sama hætti hjá Pele, eins og trúarsetning, en sá síðarnefndi hefur verið á meðal aðalkeppinauta Maradona um titilinn besti leikmanna allra tíma. „Fótbolti er í huga mínum sem trúarbrögð,“ sagði Pele eitt sinn. „Ég tigna boltann og lít til hans sem væri hann Guð.“

Kannski eru þessi orð sem tekin eru héðan upptaktur umræðunnar á málþinginu í Neskirkju – hver veit. Slóðin vísar á umfjöllun um síðustu heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og fjallar um hana í léttum dúr og athyglisverðum. Til dæmis eru bornar saman ljósmyndir af tilþrifamiklum atvikum úr fótboltaleikjum við trúarleg listaverk. Það er ein hlið af mörgum. Og forvitnileg.

Hvað sem þessu líður þá er víst að umræðan á málþinginu í Neskirkju verður að minnsta kosti spennandi - og ýmsar íþróttagreinar sem koma þar eflaust til umræðu.

Málþingið hefst kl. 10.00 og lýkur kl.12.00.

Þau eru þrjú sem flytja erindi á málþinginu:

Sr. Alfreð Örn Finnsson ræðir um samspil trúar og íþrótta undir fyrirsögninni: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

Yfirskrift erindis Kristrúnar Heimisdóttur, lögfræðings, er: Trú, von og kappleikur.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson flytur erindi sem hann kallar: Trúin í boltanum – Trúin á boltann – Tilvistarleg stef í heimi knattspyrnunnar.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, stýrir umræðum á þinginu.

Þess má geta að sr. Gunnar Stígur Reynisson, sóknarprestur á Höfn á Hornafirði, skrifaði BA-ritgerð í guðfræði árið 2009 sem fjallaði um trú og íþróttir, einkum knattspyrnu. Ritgerðina má sjá: hér

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar

Neskirkja.

hsh

 


  • Frétt

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.