Þrír nýir prestar

17. nóvember 2019

Þrír nýir prestar

Eftir vígslu: Vígsluþegar í fremstu röð. Frá hægir talið: sr. Ingimar, sr. María, biskup Íslands, sr. Bryndís og þá sr. Elínborg. Efri röð: sr. Bragi, sr. Halldóra, sr. Sigurður, sr. Sigfús og sr. Hildur Björk.

Á svölum sunnudagsmorgni þann 17. nóvember var hlýtt og kærleiksríkt andrúmsloft inni í Dómkirkjunni þegar biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígði þrjá guðfræðinga til prestsþjónustu, sem eru:

Bryndís Svavarsdóttir cand. theol., sem sett hefur verið prestur í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Ingimar Helgason mag. theol., sem skipaður hefur verið sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

María Gunnarsdóttir cand. theol., sem sett hefur verið til afleysinga sem sóknarprestur í Laufásprestakalli í Eyjarfjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar voru sr. Bragi Ingibergsson, sr. Sigurður Arnarson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Sigfús Kristjánsson og sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur, sem lýsti vígslu.

Séra Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, Dómkórinn, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi.

Kári Þormar, dómorganisti, og Dómkórinn, sáu um tónlistina.

Frá vígslunni. Handayfirlagning að hætti postulanna.

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.