Los Angeles Children’s Choir

29. júní 2018

Los Angeles Children’s Choir



Los Angeles Children’s Choir, sem hefur hlotið mikið lof fyrir einstakan ”bel canto” söng sinn er gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Alþjóðlegs orgelsumars 2018, mánudagskvöldið 2. júlí nk. kl. 20.

Kórinn, sem kemur við hér á leið sinni í tónleikaferðalag til Noregs hefur fengið frábærar umsagnir m.a. frá heimsþekktum tónlistarmönnum eins og Esa- Pekka Sallonen og Placido Domingo,

Kórinn var stofnaður árið 1986 en frá 1996 hefur Anne Tomlinson stjórnað kórnum og með þessari ferð lýkur störfum hennar með LACC kórnum, sem hefur náð ótrúlegum listrænum árangri undir hennar stjórn sl. 22 ár.

Sungið með mörgum af stærstu hljómsveitum heims

Kórinn heldur jafnan tónleika á sínum eigin vegum en hefur einnig reglulega komið fram með frægum hljómsveitum eins og Los Angeles Philharmonic, Hollywood Bowl Orchestra, kammersveit LA og LA óperunni. Kórinn hefur ferðast til Suður og Norður Ameríku, Ástralíu, Kúbu, Japan, Nýja Sjálands, Afríku og Evrópu.

Árið 2014 hlaut kórinn Margaret Hillis Award for Choral Excellence, sem eru æðstu verðlaun sem kór getur hlotnast í USA. Þá hefur kórinn komið oft fram í sjónvarpi og útvarpi og sungið inn á fjölmargar upptökur m.a.hjá Decca og með Placido Domingo hjá Deutsche Grammophon.

Frumflytja íslenskt verk

Á tónleikunum í Hallgrímskirkju verður frumflutt verk eftir Daníel Bjarnason, sem kórinn pantaði í tilefni af tónleikaferð sinni.

Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klais- orgelið með kórnum í nokkrum verkum, m.a. Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J.S. Bach, en píanóleikari kórsins Twyla Meyer er líka með í för.

Einnig kemur fram hópur ungmenna undir nafni “Hallgrímskirkja Youth Ensemble”, en þau koma úr nokkrum kórum á höfuðborgarsvæðinu og syngja með kórnum í 2 lögum. Ása Valgerður Sigurðardóttir barnakórstjóri hefur þjálfað þau fyrir þessa tónleika.

Miðaverð er 2.500 kr og er miðasala við innganginn klst. fyrir tónleikana. Einnig eru miðar seldir á midi.is. Ókeypis er fyrir börn á tónleikana.

  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.