Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir ákvörðun Bandaríkjastjórnar

20. júní 2018

Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir ákvörðun Bandaríkjastjórnar

Fréttatilkynning frá Hjálparstarfi kirkjunnar

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi fordæmir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum við landamærin við Mexíkó þegar fólk leitar til landsins í hælis- eða atvinnuleit án tilskilinna leyfa.

Aðskilnaður barna við foreldra sína brýtur í bága við alþjóðleg lög um vernd og öryggi barna jafnt sem almennt siðgæði. Hjálparstarfið hvetur stjórnvöld á Íslandi eindregið til að mótmæla þessum aðgerðum við Bandaríkjastjórn.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
  • Ályktun

  • Hjálparstarf

  • Hjálparstarf

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.