Mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir

17. janúar 2018

Mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir

Ráðstefnan LOFSYNGIÐ DROTTNI, sem fjallar um mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir, verður haldin á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma og kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu mánudaginn 29. janúar 2018 kl 16:00 – 20.00 í Breiðholtskirkju.

Erindi flytja: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Magnea Tómasdóttir söngkona og Kristín Waage organisti, en þær sóttu allar ráðstefnu um þetta efni sem haldin var í Strasbourg í september á vegum evrópskra samtaka um evangelíska kirkjutónlist, European Conference for Protestant Church Music. Auk þess flytur erindi séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti.

Markhópur: Starfsfólk safnaða sem starfar meðal eldra fólks. Ráðstefnan er ókeypis

Skráning: Skráning hjá Eldriborgararáði í síma 567-4810 eða eldriborgararad@kirkjan.is Skráningu lýkur föstudaginn 26. janúar.

Dagskrá:

16:00 Létt hressing og sálmasöngur

16:20 Tilgangur söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum. Erindi flytur Magrét Bóasdóttir

Sálmasöngur

16:35 Boðun fagnaðarerindisins með söng. Erindi flytur Kristján Valur Ingólfsson

Sálmasöngur

16:50 Söngur með fólki með alsheimer/heilabilun. Erindi flytur Magnea Tómasdóttir

Sálmasöngur

17:05 Praktísk útfærsla. Erindi flytur Kristín Waage

Sálmasöngur

17:20 Fyrirspurnir og skipting í hópa

17:50 Kvöldverður

18:30 Hópavinna

19:10 Hópar greina frá niðurstöðum og stuttar umræður

19:45 Fararbæn, söngur og ráðstefnuslit

  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Ráðstefna

  • Fræðsla

logo kirkjan.png - mynd

Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu

01. des. 2025
...Þjóðkirkjan opnaði nýja vefsíðu
Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.