Víðistaðakirkja

 

Kirkjukór

Kirkjukór Víðistaðasóknar tekur þátt í fjölbreyttu söngstarfi kirkjunnar, aðallega í reglulegu helgihaldi en jafnframt öðrum tónlistarflutningi í kirkjunni sem og annars staðar.

Í Guðsþjónustum syngur kórinn hefðbundna sálmatónlist en hefur einnig í auknum mæli verið að æfa og flytja léttari söngva sem fallið hafa í góðan jarðveg meðal kirkjugesta.  Hvað varðar önnur verkefni, má t.d. nefna tónleika eða þegar farið er í messu- og söngferðir.

Stjórnandi kórsins er Helga Þórdís Guðmundsdóttir og eru æfingar vikulega á þriðjudagskvöldum kl. 19:30.

 

 

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS