Víðistaðakirkja

 

Vetrardagar

„Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ eru haldnir að þessu sinni dagana 28. október – 5. nóvember. Tilgangur Vetrardaga er að vekja sérstaka athygli á safnaðarstarfinu en að auki er boðið upp á ýmsa einstaka viðburði.

Laugardagur 28. október:

Kl. 16:00  Hátíðartónleikar og Lútherskantata í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins. Á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Flytjendur: kirkjukórar og organistar í prófastsdæminu, Sinfoníuhljómsveit áhugamanna, Ragnheiður Gröndal, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Stjórnandi: Oliver J. Kentish

Sunnudagur 29. október (Siðbótardagurinn):

Kl. 11:00  Tónlistarguðsþjónusta. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma uppi í suðursal.

Kl. 13:00  Veitingar í safnaðarsal – þar fer fram myndlistarsýning Jóns Gunnarssonar

Þriðjudagur 31. október:

Kl. 09:30  Bach fyrir börnin. Friðrik Vignir Stefánsson organisti leikur úr verkum eftir J. S. Bach tónskáld og kynnir um leið orgelið sem hljóðfæri. Brönum í 6. og 7. bekk boðið.

Miðvikudagur 1. nóvember:

Kl. 12:00   Kyrrðarstund - á hverjum miðvikudegi.

Kl. 13:30   6-9 ára starf – fer fram vikulega á miðvikudögum.

Kl. 15:00  10-12 ára starf – fer fram vikulega á miðvikudögum.

Fimmtudagur 2. nóvember:

Kl. 20:00 Leiksýning um Lúther. Stoppleikhúsið

Sunnudagur 5. nóvember:

Kl. 11:00  Guðsþjónusta á allra heilagra messu. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma uppi í suðursal kirkjunnar.

Vöfflukaffi í safnaðarsalnum á eftir guðsþjónusturnar

 

 

 

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS