Víðistaðakirkja

 

Safnaðarstarf

Í Víðistaðakirkju er boðið upp á fjölbreytt safnaðarstarf fyrir fólk á öllum aldri þó sérstök áhersla sé lögð á barna- og unglingastarfið. Hér á undirsíðunum til hægri er fjallað frekar um einstaka þætti starfsins, hvað er í boði og hvenær.

Barnastarfið er fjölbreytt, fræðandi og fjörugt í aldurshópunum 6-9 ára, 10-12 ára. Hægt er að skrá barn í kirkjustarfið með því að smella á broskarlinn: j0433160

Kórstarfið er jafnframt fyrir fólk á öllum aldri. Kór Víðistaðasóknar syngur við flestar guðsþjónustur safnaðarins, heldur árlega tónleika og syngur við ýmis fleiri tilefni. Barnakór Víðistaðakirkju syngur við fjölskylduhátíðir einu sinni í mánuði og fleiri viðburði.

Félagsstarf Systrafélags Víðistaðasóknar hefur blómstrað frá upphafi í bókstaflegri merkingu. Helsta fjáröflun félagsins til styrktar kirkju og safnaðarstarfi er blómasala á vorin.

Er það ósk okkar sem að starfinu stöndum að þar finni flestir eitthvað við sitt hæfi og finni til löngunar að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Er fólk hvatt til þess að taka þátt í sjálfboðnu starfi kirkjunnar og vísum í því sambandi sérstaklega á starf messuhópanna.

 

Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS