Víðistaðakirkja

 

Toyohiko Kagawa

Bróðir Hvíta Krists

Toyohiko Kagawa frá japan f. 1880 dó 1960

Höfundur: María Eiríksdóttir

myndir-1

Þessa dagana leitar hugurinn til lands rísandi sólar, Japans. 130 000 000 íbúa, sem tengjast á einn eða annan hátt við náttúruhamfarir síðustu viku. ‘Eg vildi að nú væri til staðar maður álíka hugvitssamur og góður og Toyohiko Kagawa.

Líklega var ég 17 ára þegar ég fór að lesa bók um þennan Japana sem var eins og kyndill kærleikans í sínu heimalandi:

Toyohiko Kagawa. Eftir lestur bókarinnar vissi ég, það gat ekki verið neitt erfiðara en að fylgja Jesú.

 

Nafn þessa manns hefur fylgt mér áratugum saman og má segja að aðáun mín á honum hafi farið vaxandi. Já, ég vildi, að Japan ætti marga slíka menn þar sem neyðin nú er ólýsanleg. Jarðskjálftarnir sem skóku Japan 1923 voru að vísu skelfilegir, en þá var enn ekki farið  að nýta kjarnorku. Það eru kjarnorkuverin sem gera ástandið núna svo uggvænlegt

 

Kagawa f.1880 dó 1960

 

Toyohiko Kagawa

Kagawa var einkar lagið að ausa úr fjárhirslum náttúrunnar í kennslu sinni:

Ef þú grefur niður í jörðina um 100 fet eftir vatni,  streymir fram óþrjótandi lind af tæru vatni.

Golfstraumur Guðs er voldugur. Fley þitt siglir á fullri ferð  og þér miðar vel áfram, aukinn hraði og öruggari ferð: Golfstraumur og orka skipsins sameinast. Ef við hreyfum okkur ekki í sömu stefnu og straumur Guðs, náum við ekki fram til raunverulegs frelsis. Legg þú á djúpið! Hvers vegna reynir þú með eigin erfiði að komast áfram í stað þess að láta þennan mikla golfstraum Guðs hrífa þig með? Stórflæði Guðs getur náð taki á þér. Láttu berast með stórflæði Guðs.

 

(Undervisning i kristendom bls.144)

Efnishyggjan er þokan , kristindómurinn er áttavitinn.

 

1924 var mér boðið til Ameríku. Það var í endaðan nóvember.  Við vorum að nálgast

San Francisco. Það var niðdimm þoka. Mörg skip hafa farist af hennar völdum. Fjarskiptasamband var komið í gagnið á þeim tíma, og skipunin  kann að hafa hljóðað eitthvað á þessa leið: Gættu þín, skipstjóri. Til vinstri við ykkur er stórt gufuskip hulið í þoku. Boð bárust frá landi, hvert við áttum að halda.

Þannig komst litli báturinn sem ferjaði okkur klakklaust gegnum þokuna. Áður fyrr voru skipin dögum saman á opnu hafi þar til þokunni létti. ‘Attavitinn og fjarskiptasamband hafa breytt öllu.

Ef við berum saman mennina við bátana þá er kristindómurinn áttavitinn. Efnishyggjan er þokan sem blindar okkur. Þegar við villumst, er það ósýnileg hönd sem leiðir okkur. Einhver kann að spyrja á móti, er þá nokkur ósýnilegur kraftur til?
Það leynir sér ekki, að áttavitinn hans er óvirkur.

Við höfum tæki til að sjá smæstu örverur og sjónauka til að sjá stjörnurnar í himingeimnum. Ef við ætlum að sjá Guð að verki, er tækið samviskan okkar.

 

Toyohiko Kagawa skipulagði enduruppbyggingu borganna eftir jarðskjálftana með ráðum og dáðum.

 

Rétt er að geta þess að Kagawa ólst upp sem yfirstéttarmaður og átti að taka við auði og frama. Hann kaus að fylgja Jesú Kristi. Þetta skref var afdrifaríkt. Hann hafnaði öllum gylliboðum frænda síns og settist að í fátækrahverfi Kobe eftir tveggja ára nám í prestaskóla frá 1915 – 1917. Seinna fluttist hann til Tokyo. Húsnæðið hans var kofi, sex fet að stærð sem hann deildi með útskúfuðum. Oft gistu hjá honum15-30 umkomulausir menn. Hann segir frá því að eitt sinn hafi hann fengið áþreifanlaga bænheyrslu. Hann sagði Guði frá því að nú ætti hann ekki mat handa þeim.Hann var bænheyrður. En þrautseigja hans og úthald unnu stórum á. Með kennslu og ritstörfum gat hann framfleytt þessu neyðarathvarfi. Hann var friðarsinni og tekinn til fanga af stjórninni. Hann mátti ekki skipuleggja starf í þágu friðar. Á árunum1940 – 1945 vann hann að fjölmörgum endurbótum fyrir bændur og alþýðu landsins. Hann taldi það ekki eftir sér að aðstoða hafnarverkamenn í verkfalli. Það kom að því að stjórnin fór að meta framlag hans til bættra kjara minnihlutahópa og bænda. Hugmyndum hans um bændapresta var vel tekið. Oft voru það kristileg hjálparsamtök erlendis sem hlupu undir bagga með fjárstyrki. Bændaprestarnir voru ekki á launum en fengu smá jarðarskika. Boðunin og ræktunin á akrinum fóru saman.

Þekking hans á mannkynssögunni og kristinni trú leiða til ákveðinnar lífssýnar sem hann orðar á mismunandi hátt í bókum sínum:

Aðeins kærleikur getur bjargað heiminum. Mannkynssagan hefur teflt fram hverjum harðsstjóranum á fætur öðrum: Alexander mikli, Hannibal, Júlíus Cesar, Napóleon eða þá harðstjórarnir í Kína. Þeir áttu sér draum, að ná yfirráðum með sverði.

Aðeins kærleikur tengir ólíkar manneskjur sterkum böndum.

Var sverðið sál Japans? Sverðið sem skapandi afl í hugsun þjóðar…

Þeir tímar eru löngu liðnir.

 

Þjóðfélags – og mannúðarstarf gerðu Toyohiko Kagawa víðfrægan. ( Lönd og Lýðir, Austur – Asía, Bókaútgáfa Menningarsjóðs XX. bindi Reykjavík, Jóhann Hannesson 1956 ) Ljósmynd af Kagawa í áðurnefndri bók.

Kagawa var meira en umbótamaður. Hann var einnig prestur, kennari, skáld og rithöfundur.

Skáldið Kagawa er samt oft mjög hryggur og lýsir hugsunum sínum eitt sinn í fáeinum línum:

Hvar get ég gengið um í Tokyo og fundið kærleika?

Fólk í Fukagawa virðist hafa glatað ljósi kærleikans úr svip sínum.Tómar sálir ráfa um skemmtigarðana, leikhúsin eða tónleikahallir.

 

Ein bókar hans ber heitið ,,Kærleikur – lögmál lífsins”

Hann minnist á kærleikann í viðskiptum, hagfræði og hverju sem er.

Bls. 106

Guð heyrir bænir okkar, jafnvel þó að við efumst um tilvist Guðs. Þegar við notuðum símann í fyrsta skipti vorum við fullir eftirvæntingar hvort nokkur mundi svara okkur. Að biðja er eins og að tala í síma. Við tölum við þann sem við sjáum ekki.

Kristindómurinn var óþekktur í Japan öldum saman. Sjálfselskan réði.

Kagawa tók oft dæmi  úr náttúrunni í ræðum sínum.

Hann hafði tekið eftir því að í samfélagi maura var mikil hjálpsemi til staðar   þrátt fyrir harða lífsbaráttu.

,, Eitt sinn tók ég eftir maur í mauraþúfu sem var að mata meðbróður sinn, örmagna af þreytu. Hann var með tvo matarpoka, einn til eigin þarfa, hinn fyrir félaga sem þurfti á hressingu að halda. Félagsleg ráðstöfun, ekki satt? Þetta vekur okkur til umhugsunar og þakklætis. Bara að mennirnir ættu slíkan  kærleika!

‘I annan stað var hann spurður að því, hvort ekki væri unnt að sjá Guð. ,,Já, ég skal gefa þér ráð. Næst þegar þú ert með félögum þínum skaltu luma peningum að fátækasta félaganum og sjá hvað gerist.” Vinurinn fór að ráðum Kagawa. Hann ákvað að luma helming vikulaunanna í vasa sjónskerts félaga. Birta færðist yfir andlit þessa manns, þakklætið og undrun yfir svo óvæntri gjöf  lýstu augu hans þrátt fyrir lélega sjón.

 

‘Arið 2001 kom út bók um hinn gleymda dýrling fátækrahverfa í Japan. Kristinn risi fallinn í gleymsku: ,,The Saint in the Slums”

Æði oft var fátæktin umræðuefnið hans. Hann var ofur næmur á mannlegar tilfinningar og tók það nærri sér að geta ekki hjálpað. Glæsileg stúlka í silkikimono með silfurþráðum ofnum í obi (breitt belti) söng úti á götu og vakti mikla athygli. Þetta var samt aðeins ytri veruleiki. Hvernig gat hún klætt sig svona, vitandi af grátandi kynsystrum sínum í fátækrahverfinu?

 

1928

Kagawa hafði verið rúmfastur alla föstuna. Hann var enn þreyttur og veikur, að honum fannst, þegar hann heyrði hringingu páskaklukknanna. Hann varð mjög glaður og tók ákvörðun: Milljón sálir fyrir Krist.

Hann var staðráðinn í að vinna eins og Páll postuli hafði gert .

‘I bókinni ,, Jesus Through Japanese Eyes” segir hann söguna um Jesú á auðskilinn hátt.

Mig skortir þekkingu á menningarstraumum í Japan, en ég ber mikla virðingu fyrir allri þjóðinni burtséð frá trúarskoðunum. En í þessari grein er eingögu fjallað um Kagawa.

Seinni heimsstyrjöldin eyðilagði ævistarf þessa göfuga manns  í þágu bágstaddra.

 

Falleg saga birtist í Morgunblaðinu 17.3. 2011 um feðgin í Tókýó sem voru hvött til að hamstra. Þar stendur,, Voru viðbrögðin þau að slíkt væri sjálfselska, enda gæti hamstrið leitt til þess að aðrir fengju ekkert.”

 

30. mars 2011

 

Já, við hugsum til þessarar þjóðar og vonum heitt og innilega að lausn finnist á aðsteðjandi vanda. Hér og þar eru konur að prjóna, fólk vill sýna hluttekningu og samhug.

 

 

bls.71

Da våren kom

 

Nú verður  fjallað um yndislegan kafla í ævi Kagawas. Hann ber heitið:

 

Þegar vorið kom!

Kagawa var fagurkeri og mikill listamaður, sem sést á ljóðum hans og skáldsögum. Hann er samt ólíkur mörgum nútímalistamönnum með hugmyndir sínar um ástina og hjónaband. Sjálfsagi og innileg tilbeiðsla einkenna líf hans.’I skólanum er stúlka sem hann er hrifinn af. En líf hans snerist um fegurð til handa þeim sem dvöldu í kofum og skugga. Hann var hrifnæmur og gat grátið vegna þeirra:   Annars vegar bjartur heimur ungs manns sem er ástfanginn, hins vegar myrkur og eymd alþýðunnar. Hann  þjáðist vegna meðbræðra sinna í fátækrahverfinu. Þegar hér er komið sögu hafði hann komist að því að þó að vinkona sín væri kristin (að nafni Tsuruko), skildi hún ekki afstöðu Kagawas. Hún gat ekki hugsað sér að fórna öllu lífi sínu í þágu þeirra smæstu. Hún fékk starf sem kennari í annarri borg. Hún fylltist sektarkennd og bað hann að fyrirgefa sér. Hann margblessaði hana og kvaddi hana með þessum orðum: ,,Það er ekkert að fyrirgefa, allt er í hendi Guðs. Þú velur þér þetta starf. Minn vegur liggur í fátækrahverfið, þar ætla ég að lifa og deyja. Guð vakir yfir okkur báðum.”

Þau grétu mikið og skildust.

Kagawa upplifði þetta líf sem tvöfaldan veruleika, óhreinindi og örbirgð, sárusta neyð meðbræðra sinna annars vegar,  hinsvegar voldugan og fagran boðskap Biblíunnar eins og hreint fjallaloft!  Kagawa vildi ekki láta tilfinningarnar stjórna sér í sambandi við hitt kynið.Hann vildi  lifa og deyja fyrir Krist og færa þessu fólki fegurð og kærleika. Hann kenndi við kvennaskóla en leyfði sér ekki að hugsa um ást.

En ástin kom allt í einu inn í líf hans, þó að hann hefði ákveðið að forðast að hugsa um konur öðruvísi en sem systur.

Einu sinni í viku kom hann alltaf til fjölskyldu nokkurrar í þeim tilgangi að kenna  kristinfræði. Önnur dóttirin vann í verksmiðju á daginn og sýndi ávallt óeigingirni og samstöðu með vinnufélögum sínum. Hún hét ,,Haru” = ,,Vor” og bar nafn með rentu. Kagawa tók eftir því, hvað hún bar mikla umhyggju fyrir  öllum sem höfðu sokkið djúpt og bjuggu við örbirgð. Hann næstum táraðist.

Hann komst að því, að kærleikur til náungans er merki um fegurð sálarinnar. Framkoma hennar hafði djúp áhrif á hann. Hún vildi þjóna og sýndi honum móðurlega umhyggju. Þetta gerði honum gott. Hann fór að meta kærleikann meira en fríðleikann. Samt var hann ekki búinn að gleyma æskuvinkonu sinni.Hann minntist kvöldanna, þegar þau sátu saman yfir rómantískum ljóðum eða þá bænunum, þegar Tsuruko kraup á hnén og las í Biblíunni. Þannig enduðu stundirnar alltaf. Nú voru þrjú ár liðin.

Kagawa þoldi ekki álagið í fátækrahverfinu og veiktist. Hann háði mikið sálarstríð. Jafnframt þeirri ósk að fá að fara heim á sælustað til Guðs, vissi hann að hans var þörf í Skinkawa. Konum og börnum var vísað á dyr. Já, góði Hirðirinn átti margt fé þarna og enginn mundi taka við starfinu, ef hann sjálfur dæi núna.

Hann vildi skapa sælureit, Guðs ríki með óeigingirni og birtu fyrir þetta vesala fólk.

Bara að Guð mundi nú tala greinilega til sín og leiðbeina sér í þessu sálarstríði. Eftir eina andvökunóttina kom systir ,, Vorsins”( = Haru ) með bréf:

 

,,Ef þér getið haft gagn af mér við uppbyggingu í

Skinkawa, skal ég fylgja yður þangað. Ég elska yður af öllu hjarta.”

Bréfið læknaði hann.

Morgunninn eftir áttu þau stefnumót við ströndina.

Nú tók Kagawa í fyrsta skipti eftir fríðleika hennar sem hann hafði ekki komið auga á  áður. Sólin var að koma upp. Þá opnuðust sálir þeirra í bæn og tilbeiðslu eins og liljur vallarins.

Það var haldið látlaust brúðkaup. Smástelpur í hvítum kjólum stráðu blómum alla leið að altarinu. Strax eftir hátíðarhöldin fóru þau heim til Shinkawa, í fátækahverfið. Var þá ekki mætt beiningakonan, Mitsu! Það kom í hlut brúðarinnar að sinna henni.      Kagawa leit æ meir upp til hennar og aðdáun hans á kostum hennar óx eftir því sem hann kynntist henni betur.

,,Haru” (Vorið ) fór á fætur kl. 5 til að hefja sjálfsnám af kappi í náttúrufræði og stærðfræði. Það kom Kagawa á óvart, hve metnaðargjörn hún var og gladdist mjög, þegar konan hans gat skrifað eftir upplestri hans, þar eð sjón hans var farin að daprast. Nú gat hann hlíft augunum meira.

,,Haru” var hagsýn og hyggin. Betlarnir báru minna úr bítum, þegar hún fór til dyra. Kagawa hafði oft verið svo þreyttur og ekki kunnað að skammta af hagsýni.

 

Vandamálin hlóðust upp en þau voru samhent og gátu  leyst margan vanda.

Næsti kafli ber heitið ,,Barist við dauðann..” Hér er því lýst hvernig barnadauðinn herjaði á íbúana. Alltaf réttu þessi elskulegu hjón fram hendur og fórnuðu miklu í þágu syrgendanna. Kagawa fór sjálfur með litlar líkkistur ( appaelsínuöskjur ) í líkhúsið. En fyrst bjó hann um þennan andvana líkama barnsins og vafði,, kimono” sínum utan um það. Hann las úr ritningunni og fór með bæn. Hin trúarlega hlið þeirra á hjálparstarfinu var áberandi, og árangurinn lét ekki á sér standa. Glæpum fækkaði.

Ein heimild (1, bls.100 ) segir frá dóttur Kagawas og Haru. Velgjörðarmönnum hjónanna tókst ekki vel að láta Kagawa nota fötin sem honum voru gefin. Alltaf mundi Kagawa eftir einhverjum sem þurfti frekar á þeim að halda en hann sjálfur. Eitt skipti var það dóttir hans sem átti ekkert til að fara í, og þakklætið er frá henni í bréfi sem hann skrifaði í hennar nafni.

 

Heimildir fyrir þá sem vilja fræðast um Japan, bækur eða merkilegir, valdir kaflar:

 

1)  Japan tar til igjen eftir  William C. Kerr  Gry Forlag Oslo 1950

2)  Over dödens grænse/ Overs. af Friis Berg. Med forord af J.M.T.Winter 1925 Toyohiko Kagawa  Geymsla 1: 266 Kag   Landsbókas. Háskólab.

3)  “      “ “       “          Geymsla 1: 920  Kag   ”Kagawa 1936 Holmåsen, Jenny Háskólab.               bls.108   Fyrirsögn: Den ofrende kjærlighets bönn

4)  Kagawa bls. 320   THe Story of Christian Spirituality Lion Book 2001Sndy Lane West, Oxford England

5)  Meditations Kagawa, nr 242 Transl. by Jiro Takenaka  Víða komið við (Darwinskenning  og kristin trú ) 54

6)  Veldi Kærleikans  1979  Miura Ayako  Japan

7)  The Story of Kagawa of Japan: Saint in the Slums/ A forgotten Christian Giant March  2001 Reviewer Marcus Tesch Wuppertal Deutschland

8)   Faith and Fame Davey´s

9)  Netið: Vinstra megin Toyohiko Kagawa  Wikipedia, the free encylopedia, hægra megin: httpillen.wikipedia.org/wikil/ Toyohiko Kagawa

10)                   The knowledge of God  http://www.abcog.org/kagawa 1.htm

11)                   Netfang  Japan Today News  Toyohiko Kagawa,   christianity

12)                   Korsets Hemmelighet bls. 117  bls.123 En Revolusjonær Kristen

13)                   Toyohiko K.  ,,Love the Law of Life” Chapter 3 The Evolution of Love

 

 

 

Kærleikurinn á öðrum nótum heldur en gerist og gengur!

 

Kagawa upplifði eitthvað mjög göfugt í sambandi við ástina. Hann lýsir því sem tilbeiðslu og lotningu. Hann bar mikla virðingu fyrir konu sinni og líkir því við

hugmyndir manna um Maríu mey í kaþólskum sið. Hann vitnar í Frans frá Assisi og vináttu hans við hl. Klöru. Enn fremur tekur hann dæmi úr lífi Dantes.

 

Klara Offreduccio ( Sciffi ) 1212 stofnaði reglu í kapellu S.Maria degli  Angeli. Aðeins 17 ára flúði hún að heiman og skundaði til Frans. Þetta gerðist aðfararnótt pálmasunnudags 1212.

Hún var í fallegum kjól,  en nú var hún staðráðin í því að lifa eingöngu fyrir Krist. Bræðurnir í kapellu Franz tóku á móti henni með logandi kerti. Franz stóð við altarið og klippti af henni hárið. Henni var sagt  að klæðast grófum fötum upp frá þessu. Síðan var henni fylgt um klukkutíma leið til nunnuklausturs. Hún stofnaði aðra reglu með móðurlegu innsæi, mildi og styrk í senn. Einnig hér á ‘Islandi hafa starfað systur úr þessari reglu við góðan orðstír. Þjónustan hefur verið þeim efst í huga. ( bls. 189,, Die Wolke der Zeugen”/ Jörg Erb/  1954 Johannes Stauda – Verlag zu Kassel )

Vitnað í ljóð eftir Kagawa:

 

He cannot save himself–

Long ago

The crowds

Reviled a Man

Who came

To save them

And I

Who fain would follow him,

Am spent.

For I can see

No hope

For the slums…

 

But oh,

The pity, the pity!

My people

Must stay

In the city:

So this six-foot shack

That shelters me

Is the only place

Where I want to be.

 

 

Kagawa var snortinn af sjálfstæði og hugrekki þessarar konu. Hann hafði  lesið kirkjusöguna og kaflann um vináttu þessara tveggja einstaklinga sem gátu lifað í krafti Krists undir ströngum aga einlífis.

Kona Kagawas var ekki síður sterkur persónuleiki sem helgaði líf sitt Guði og meðbræðrum þeirra hræsnislaust.

 

Kagawa leggur áherslu á það, að kristin trú sé ,,pabbatrú!” Önnur trúarbrögð hafi ekki þennan  næma skilning á barnssálinni. Hann  talar um það, að ung börn, jafnvel hálfs annars  árs kunni að biðja. Ungabarnið hjalar og lofar Guð á þann hátt. Trúariðkun okkar hefst oft á tíðum á unga aldri og verður þá ,,Abba- trú” í merkinguni ,,faðir”, eins og Jesús bað á krossinum. Jesús gaf okkur ,,Faðir vorið”. Kagawa hefur kynnt sér inntak annarra trúarbragða og hefur skráð ýtarlega greinargerð með samanburð á þeim og kristinni trú.

 

bls.119

Leyndarmál krossins

 

Kagawa hefur borið sigur af hólmi í öllum raunum sínum. Hann fékk augnsjúkdóm, oftar en einu sinni, lungnabólgu og þjáðist auk þess af sykursýki, en sálin var sterk og hann stóð uppréttur með sigurpálmann í höndunum. Hann var veikur fyrir hjarta en hann kvartaði aldrei. Ráð hans eru skýr: Ef þú hugsa:’Eg er með ólæknandi berkla, þá verður þú ekki heilbrigður.”Læknirinn hefur aftur og aftur sagt við mig að ég mundi ekki ná mér aftur. En ég trúði, og ég fékk heilsuna á ný. Einu sinni sat ég í bíl sem rafknúin lest rakst á. Handleggirnir og hryggurinn brotnuðu.

1927 fékk ég mjög slæma bólgu í hljóðhimnuna. Sjúkdómur er aðeins að hálfu leyti líkamlegur,  hinn helmingur ræðst af hugarfari okkar, sálinni. Ef þú trúir, getur þú orðið heilbrigður, hversu dökkt sem útlitið annars er. Þetta getur gerst fyrir tilverknað trúar.’Eg hef frið í hjarta mínu og er glaður.’Eg hef verið á mörkum lífs og dauða. Nei, dauðinn skelfir mig ekki. Það er eiginlega sálin sem lifir í mér. Stóri vinningurinn féll mér í skaut! Þess vegna segi ég, treystu Guði og handleiðslu hans. Þú hvílist í hendi hans.

 

Jörg Zink birtir eftirfarandi grein eftir Kagawa

Segðu mér hvert  Kreuzverlag 1977

 

,,’Eg get ekki fundið upp ný tæki svo sem flugvélar sem líða áfram á silfurvængjum. En snemma í morgun gaf Guð mér gjöf, dásamlega hugsun og slitinn klæðnaður minn varð skyndilega fagur og lýsti af ljósi sem stafaði frá himninum.
Þeirri hugsun sló niður í huga minn, að leynd áætlun væri falin í hendi mér, að hönd mín væri stór vegna hennar, að Guð byggi í hendi mér og að hann þekkti þesssa áætlun sem miðar að því sem hann vill koma til leiðar fyrir heiminn, með hendi minni.”

 

Toyohiko Kagawa

Leyndarmál krossins

Stanley Jones orðaði spurninguna um þjáninguna á eftirfarandi hátt:,, að nýta sársaukann eða þjáninguna til að hafa gagn af henni.”Kagawa lifði í eins nánu samfélagi við meistara sinn sem framast er unnt og gat þjáðst með glaðlegt yfirbragð og starfaði af krafti.  Hann kvartaði ekki en sagði:,,Ef einhver segir þér, að þú sért með berkla, skaltu ekki velta þér upp úr því. Hér er bara hálf sögð sagan. Það er nefnilega alltaf samband milli sjúkdómsins og sálarlífs.Treystu Guði, þá verður þú frjáls og frískur. Guð mun  gefa þér styrk og heilsu.

Þegar hugsunarlausir menn spurðu, hvers vegna Guð hefði   ekki getað verndað lungun hans eða augun, svaraði hann því til. að Guð hefði einmitt á þann hátt viljað halda honum niðri í auðmýkt .

 

Hvers vegna lætur Guð þetta viðgangast?

 

Guð ber ekki ábyrgð á harmleik jarðar. Svona var þetta, þegar Kagawa kynntist fátækrahverfunum í kringum 1917. Maðurinn ber ávallt ábyrgð á eigin lífi, og oft stafaði þessi fátækt í japönskum stórborgum af áfengisneyslu og kynsjúkdómum. Sonarsonurinn er ekki lengur í þessum vítahring vegna þess að himnafaðirinn er miskunnsamur.

(Hversvegna leyfir Guð illu öflinum að leika lausum hala? Hvers vegna allar þessar hremmingar?)

Þjáningin er dýrmætasta gjöfin hans til okkar.’I þjáningunni er falinn skapandi og endurlífgandi kraftur.

Lægri dýrategundir virðast ekki hafa sársaukaskyn.,,Sæormurinn” skiptir sér eftir að önnur sjávardýr ráðast á hann. Þá fá þau ekki nema helminginn af kroppnum. Hinn helmingurinn kemst undan og skríður í felur í  botnleðju og virðist ekki líða illa. Hjá okkur mönnunum eru kvalinar oft langvarandi. Ef við viljum komast hjá þeim, verðum við að vera fús til að okkur verði breytt í veru  sem stendur mjög neðarlega í sköpuninni, vegna þess að þeim mun flóknara sem líkaminn er þeim mun næmari er einnig sársaukaskynið.

Skynjunin gerir okkur kleift að forða okkur úr bráðri hættu, þess vegna er hún til blessunar. Reisn fylgir manninum í þjáningum. Við erum ekki ormar eða pöddur.

Sorgin ætti ekki að hræða okkur.Kagawa talar í þessu sambandi um hljómsveit, samhljóm í fjölraddakór lífsins: Fagrir flautuómar en einnig dimmur hljómur trommunnar mynda lag lífsins.Sumir tónar virðast vera falskir að okkur finnst, en allt þjónar þetta ákveðnu takmarki. Mótlætið, sjúkdómar og að lokum þögnin eftir síðasta hljóminn í hljómkviðu lísins.

Þannig er dauðinn hápunktur í hljómsveit eilífðarinnar hér í heimi þar sem andi Guðs fer. Eftir að Jesús dó á krossinum og frelsaði mennina er dauðinn hátíð. Hann barðist fyrir okkur, huggar og bjargar.

Byltingarkennd kristni

Kagawa var baráttumaður af nauðsyn, baráttumaður Krists. Orð hans um helgidóma líkjast mest athöfn Krists, þegar hann hreinsaði musterið í Jerúsalem. Stórar kirkjur líkjast einna helst tómum kuðungum sem sálin hefur kastað burt. Hann segir:’Eg tel óhæft að reisa glæsileg musteri vegna trúar, þess í stað ætti að byggja upp manneskjuna.(bls.123) Síðan talar hann með hryggð í hjarta um Vatíkanið og skrauthallirnar sem blasa við  í þessu litla ríki. Kagawa veit, að í skugga dómkirknanna þrífst fátæktin. Þessi sýn stendur honum stöðugt fyrir hugskotssjónum. Ekkert er eins aumt og trú sem byggir tilveru sína á risastórum dómkirkjum og musterum. Allt þetta er háð gagnvart Kristi í augum Kagawas.

Kagawa er ekki kommúnisti. Að hans mati eigi að bæta heiminn með kærleika. Kærleikurinn er líknandi lind sem vellur fram til lækningar. Sá, sem hefur ekki selt sál sína mun hlusta á hann.

 

Stjórnsýsla

Kagawa var sannfærður um það, að hann ætti ekki að ganga í sérstakan stjórnmálaflokk. Hann vildi ekki bjóða sig fram til þings í kosningum en ferðaðist um landið til að afla kristni fylgi á þinginu.

 

Ljóð sem minnir okkur á dymbilvikuna:

 

,,Hann getur ekki varið sjálfan sig.” –

Fyrir löngu síðan

múgurinn hæddi

mann sem var

kominn til að frelsa þá.

Og  ég

vildi svo gjarnan

fylgja honum.

En ég er útbrunninn.-

Sé enga von fyrir

þessa staði volæðis,

fátækrahverfin.

 

Hve sárt, hve óbærilegt!

Fólkið mitt

verður að halda

kyrru fyrir í borginni.

Þess vegna er þessi sex feta kofi

yfir höfði mér

eini staðurinn þar sem ég kýs að dvelja.

 

Toyohiko Kagawa (1880-1960 )

Bls 149 Undervisning i kristendom

 

Hvaða hlutverki gegna tárin?

Við höldum e.t.v. að tárin séu í hæsta máta óþörf. Ef eitthvað amar að auganu vegna aðskotahlutar eða vegna of lítils blóðstreymis verður sjónin óskörp. Vökvi í litlum kirtli er staðsettur til hliðar við augasteininn.Vökvinn mýkir og ef tárin fá ekki að streyma veldur það eymslum í auganu. Regnskúr hreinsar loftið og himinninn verður heiður á ný.Þannig er það hlutverk táranna að hugga hjartað og sálin styrkist á ný.

myndir-2

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS