Víðistaðakirkja

 

Kristur og eðlisfræðingarnir

Gripið niður í bókasafn langömmu

 Höfundur er fyrrverandi kennari, María Eiríksdóttir

Langamma, Adelheid, lifði á þeim tíma sem konur höfðu ekki greiðan aðgang að háskóla. Langamma var því sjálfmenntuð og enn í hárri elli þyrst í fróðleik. Nokkrar bækur úr bókasafni hennar eru til vitnis um áhuga hennar.

Christus und die physikalische Forschung eftir Dr.Werner Schaaffs Berlin 1966

Franski eðlisfæðingurinn Ampère 1775-1836

Enn í dag tölum við um ampère um heim allan,dæmi:

Amperstund, rafhleðsla sem samsvarar eins ampers straumi í eina klukkustund –(notað um geymslugetu rafgeyma.)

Öryggið í rafmagnstöflunni tengist tilhugsuninni um hann. Ampère leggur áherslu á að hið himneska öryggisnet sé tryggt.

Ungur að árum upplifði hann skelfingar frönsku byltingarinnar og missti föður sinn 18 ára gamall. Ævi hans var hörð. Eftir 4 ára hjónaband dó einnig konan hans. Hann hafði eignast trúartraust og löngu seinna gat hann skrifað syni sínum um samband sitt við Guð á eftirfarandi hátt:

Nám þitt útheimtir mikinn lestur. Stundaða það vel. En láttu samt annað auga þitt leita að hinu eilífa ljósi. Beindu því þangað. Hlustaðu á menntamenn og kennara þína en aðeins með öðru eyranu. Skrifaðu aðeins með annarri hendinni. Ríghaltu í skikkju Guðs eins og barn sem heldur um hönd föður síns. Þetta eru varúðarreglur, án þeirra myndir þú farast á skeri.

Michael Faraday 1791-1867

Hann bað alltaf borðbæn, eins og sonur sem treystir Guði sem föður, einlægur í trú sinni. Þannig upplifðu gestir máltíðina. Hann var eðlis og efnafræðingur .Lengi var hann með spólu í vasanum áður en hann uppgötvaði ,,span” í rafsegulfræðum. Hann beið þannig stöðugt eftir andagift sem átti að opinbera honum, á hvaða hátt væri unnt að framleiða rafmagn með hjálp seguls.

Þessar greinar eru á þýsku, því að langamma las mest á þýsku.

Önnur heimild um Faraday,,,Men of Science by J.G.Crowther, W.W. Norton og Company Publishers .New York”:

Í þeim kafla sem fjallað er um hann, er sagt frá því að hann hafi verið bókbindari.

Daninn Örstedt (1777- 1851) tilheyrði vísindajötnum tveimur Faraday og Ampère. Allir þrír gáfu guði dýrðina. Fyrirrennarar þeirra, Kopernikus Kepler og Newton gerðu það einnig.Verk Örstedts spannar allstórt svið rafeindarfræðinnar og vekur ávallt undrun okkar. Orkusvið leikur umhverfis rafstraum eftir ákveðnu lögmáli. Faraday sagði um kenningar hans: Nýjar víddir á sviði vísinda hafa opnast og varpa ljósi yfir áður óþekkt fyrirbæri sem voru okkur hulin.

Örstedt hélt fyrirlestra fyrir almennig. Eftirfarandi má hafa beint eftir hann: ,,Náttúruvísindin eru að öllu leyti sammála trúnni sem heldur því fram að Guðs vilji hafi framleitt allt og að hann stjórni…Maðurinn þarf að óttast eigin veikleika.”’Ur áðurnefndri bók:

bls. 225: Kristur og eðlisfræðirannsóknir:

Louis Pasteur 1822-1895

Hér verð ég að skjóta dálitlu inn í frá sjálfri mér. Sumarið 1956 var ég að vinna á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík.Mér var meðal annarra verkefna falið að þvo og dauðhreinsa öll áhöldin á rannsóknarstofunni, svo sem litlar glerplötur og hylki. Þá komst ég eðlilega í kynni við kenningar Pasteurs.

Louis Pasteur, franskur læknir og efnafræðingur, gerði sér fyrstur manna grein fyrir hlutverki örvera í ýmsum lífsferlum, olli straumhvörfum í sóttvörnum, bólusetningu gegn smitsjúkdómum, gerilsneyðingu mjólkur o.fl.

Hundaæðið gerði usla í Frakklandi. Drengur að nafni Joseph Meister var flutur á sjúkrahús. Enginn bjóst við að hægt yrði að bjarga honum.Sagt er að Pasteur hafi eytt mörgum erfiðum mánuðum í, að famkvæma tilraunir á hundum með innspýtingu bóluefnis.’Otti og kvíði fylgdi honum meðan á tilraununum stóð.

Næsta heimildin er úr blaðinu ,,Heilsuhringur”

Bænahópur bað heitt og innlega fyrir honum.

Það tókst í fyrsta skipti að nota bóluefnið á menn. Fram að þessu hafði hann einungis notað það á tilraunahunda. Allt var flókið og krafðist þolinmæði og þrautseigju, enginn sími, hvorki voru til flugvélar né bílar.

Blaðið ,,Heilsuhringur” birti grein um störf Pasteurs 2004, vorblaðið bls.6 -Hér lýkur tilvitnuninni.

Pasteur var einlægur í trú sinni.

Orð eftir hann:’Eg lýsi yfir, að Jesús Kristur er sonur Guðs og það í nafni vísindanna. Ég fæst við vísindi og legg mikla áherslu á samband orsaka og afleiðinga.

Sú staðreynd leggur mér ákveðnar skyldur á herðar. Ég er einfaldlega skuldbundinn til að viðurkenna, að Jesús er sonur Guðs.

Þörf minni til að tilbiðja er fullnægt í honum.

Fyrsta grein, með þökk fyrir birtinguna.

Hafnarfirði 7. ágúst 2014

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS