Víðistaðakirkja

 

Kristnir í Indlandi

Indverjinn Gnanabaranam skrifaði lítið kver sem var þýtt á mörg tungumál:,,Jesús minn í dag”.

Hér á eftir fer smásýnishorn.

Opinb.3,8

Hvernig get ég þakkað Guði, ef hann gefur aðeins mér daglegt brauð en nágranni minn líður skort?Hvernig get ég þá sagt, takk fyrir matinn, Drottinn minn.

‘A ég að lofa Guð, ef hann klæðir aðeins mig og gefur aðeins fjölskyldu minni húsaskjól og nágranni minn er nakinn og sefur úti á götu? Get ég sagt,, lofuð sé gæska Guðs?”

Get ég lofað Guð,,ef hann gefur aðeins mér heilsu og frelsi en nágranni minn er veikur og kúgaður? Get ég sagt: Lofuð sé miskunn Guðs. Í alvöru, get ég þakkað Guði ef hann hefur einungis valið mig? Og milljónir lifa í myrkri…Ætli ég segi: Takk fyrir, góði Guð ,að þú hefur leyft mér að tilheyra þessum útvalda hópi?

 

  1. Jesús segir: Þú hefur fjölmörg tækifæri! Barnið mitt,ég gef þér þitt daglegt brauð ekki til þess eins að þú seðjir hungur þitt og getir haft það gott. ‘Eg gef þér daglegt brauð til þess að þú deilir máltíð þinni með hinum hungraða granna. Fyrir tilstuðlun þína mun hann kannast við föðurumhyggju mína og þakka mér. Barnið mitt, ég gef þér ekki alfatnað og húsaskjól svo að þú lifir í velmegun og sért upp með þér af því.’Eg gef þér, til þess að granni þinn sem þjáist af klæðleysi fái skjólfatnað þinn og krókni ekki úr kulda í vetrarfrostum og hús þitt sé athvarf fyrir hrakta og hrjáða. Ef þú verður farvegur elsku minnar, munu þeir lofa mig.
  2. Vinur minn, ´eg hef ekki valið þig, til þess að þú hvílist í þeirri trú, að þú sért óhultur um tíma og eilífð. Hins vegar hef ég valið þig til samstarfs við mig. Ef þú berð kærleika mínum vitni meðal samtíðarmanna þinna, munu þeir upplifa nærveru mína. Neyð þeirra mun víkja fyrir ljósi mínu, og þið munuð þakka mér í sameiningu. Þú hefur gullin tækifæri til að láta gott af þér leiða.

2.Korintubréf 1,3-5

 

Jesús minn, í þér finn ég ævarandi hamingju en í heiminum er allt svo skelfing dapurlegt. ‘Ahyggjur mínar og byrðar nágranna minna íþyngja mér. Ekki veit ég, hvað ég á að gera. Jesús minn, í þér finn ég stöðugan frið, en í heiminum rekst ég alstaðar á óleyst vandamál. ‘Eg á í stríði við sjálfan mig og nágrannar mínir deila sín á milli. Þetta er að gera út af við mig. Ekki veit ég, hvað ég á að gera. Jesú minn, í þér finn ég dásamlegan frið og hvíld en í þessum heimi blasir við mér ringulreið við hvert fótmál. ‘Eg verð ringlaður, er ég sé ráðvillta menn teyma aðra á villugötur. Ekki veit ég hvað ég á að gera!

Jesús minn, hjá þér er gnægð alls sem mig skortir og vanhagar um. ‘Eg eys af lindum hjálpræðis þíns…En í þessum heimi finn ég fyrir skorti bæði hvað varðar líkamsþarfir og andlegar. Mig vanhagar um svo margt og nágranna mína vantar svo margt.’Eg veit ekki, hvað ég á að gera.

Jesús minn, í þér finn ég hið eilífa líf, en í þessum heimi heyri ég púlsslög dauðans. Dauði minn stendur mér fyrir hugskotssjónum, og ég hef fylgt nágrönnum til grafar. Ekki veit ég, hvað ég á að gera!

Jesús minn, þú ert raunveruleiki fyrir mér ekki ímyndun eða hugarburður.

Jesús minn, en þessi heimur er einnig raunveruleiki, ekki sjónhverfing. ‘Eg er ýmist glaður eða dapur. Ekki veit ég, hvað ég á að gera. Jesús minn, kenndu mér það! Gefðu mér styrk til að gera einmitt það, sem þú vilt.

Jesús svarar:,, Barnið mitt, deildu hamingjunni sem þú finnur í mér með öðrum. Láttu mig um áhyggjurnar, en taktu sjálfur mark á áhyggjum annarra.

Segðu þeim að huggun finnist hjá mér. Barnið mitt , vertu farvegur friðar míns. ‘Eg mun greiða úr öllum flækjum í lífi þínu og taka við vandmálum þínum. Þú munt öðlast rósemi. Segðu ráðvilltum, að ég muni veita þeim frið, komi þeir til mín.

Barnið mitt, sá sem hefur mig, hefur allt. Þú skalt hvetja þá sem líða skort að leita til mín , og þá mun allt hitt veitast þeim að auki.

Augu – eyru – tunga

Drottinn minn, allt er hulið myrkri, ég hef beðið skipbrot. Ekki glæta að sjá! Drottinn minn, sýndu mér leiðina út úr myrkrinu! Leiddu mig auman í geisladýrð þína!

Drottinn minn, þú veist, hversu mjög tunga mín þráir að kunngjöra nafn þitt. Þessi vondi heimur þarfnast manns eins og mín, sem segir öðrum, hversu heitt þú elskar þá , og að þú hefur gefið líf þitt fyrir hann.

En Drottinn minn,ég er ekki mælskur. Blessaðu tungu mína til þess að þúsundir megi hrífast af ræðu minni og skilji þig betur fyrir áhrifamátt hennar.

Jesús:,,Kæri vinur, ‘eg met markmið þitt mikils nafni mínu til dýrðar. Farðu og sættst við manninn sem þú lentir við í orðasennu að ástæðulausu. Þú þarft ekki sérstakrar mælskugáfu til að segja ,, fyrirgefðu”.-En það er mikilvægara að segja ,,fyrirgefðu” en að halda ræðu fyrir þúsundir. ‘I þessum heimi sneisafullum af ónytjumælgi geta aðeins sáttfúsir útbreitt mitt orð.

Tveir pokar af hrísgrjónum

Fyrir langalöngu áður en við fæddumst, þú og ég og áður en afi þinn og afi minn léku sér saman sem börn,var uppi efnaður maður í fjarlægu landi sem hafði tvo þjóna. Þeir þráðu að kynnast frelsara heimsins sem hafði sagt,, ‘Eg kom í heiminn til að þjóna mönnum en ekki til að láta þjóna mér. Það var einmitt hann sjálfur sem sendi boðbera sinn til þjónanna tveggja. Og hann sagði þeim að Jesus er frelsari heimsins.

‘I hjörtum þeirra byrjaði trúin að festa rætur. Þeir kynntust gleðinni, sem felst í bænalífi við Jesú. Báðir lofuðu Guð eftir hverja bænheyrslu. Ef þeir fengu hins vegar ekki sýnilega bænheyrslu, af því að þeir höfðu beðið um eitthvað sem Guði mislíkaði báðu þeir um fyrirgefningu.

Dag nokkurn kallaði húsbóndi þeirra þá fyrir sig og mælti:,, Þjónar mínir, ég vil að þið leysið mikil verkefni af hendi..’Eg ætla að senda vini mínum sem á heima þarna fyrir handan tvo poka af hrísgrjónum. Þið eigið að bera sitt hvorn poka. Sýnið gætni er þið farið gegnum frumskóginn. Eftir klukkutíma getið þið lagt af stað.” Að svo mæltu lét hann þá fara frá sér. Annar þjónninn fór inn í kofa sinn, lokaði dyrunum kraup niður og baðst fyrir. Hinn þjónninn gerði slíkt hið sama. Síðan fóru þeir til húsbónda síns, til að taka við pokunum . Fyrsti þjónninn tók við pokanum og lagði upp brattann. Þegar annar þjónnínn ætlaði að leggja af stað sagði húsbóndinn við hann:,, Hálfur poki er passlegur fyrir þig.” Þjónninn brosti íbygginn og var feginn. ‘A leiðinni hugsaði hann ,, Vinur minn þarna á undan mér , veit ekki hvers má biðja. ‘Eg ætla að kenna honum það.”

Báðir komust á leiðarendann til vinar húsbónda þeirra. Sá síðari skilaði hálfum pokanum. Vinurinn sagði,, ‘Eg er ánægður, að þú hefur gert skyldu þína.” Síðan kom þjónnin sem hafði borið helmingi þyngri byrði. Vinurinn sagði:,,’Eg er glaður, að þú hefur borið þunga byrði mín vegna. ‘Eg þakka þér. “

‘A heimleiðinni sagði þjónninn sem hafði borið helmingi minna frá bæn sinni:,, Ég kvartaði um það við Guð, að ég sem er svo veikbyggður og bakveikur, ætti að bera fullan poka af hrísgrjónum. ‘Eg bað því Guð að minnka þyngd pokans. Guð hefur bænheyrt mig.

,,Dansmærin”, ljóð eftir sama höfund (finn ekki uppkastið núna 2014, en mundi vel eftir hugsunagangi dansmeyjarinnar.)Ann-Charlott Settgast: B. Ziegenbalg bls.135 sagt frá Veda,

  1. ‘Eg er að dansa fyrir guðina mína…’Eg er að dansa fyrir Ganescha. Það er hann sem ber fílshöfuð..’Eg er að dansa fyrir Lakschmi, hún er gyðja hamingjunnar, fegurðar og máttar. Hún er eiginkona Wischnus. Þjónarnir Schiwas kallast Bhutas . Þeir búa þar sem við brennum líkin okkar.

Brahma, Visnu og Shiwa eru þríeyki sem ég hef lært um frá blautu barnsbeini. En svo gerðist það einn daginn að ég heyrði talað um Jesú.

Bæn

Jesús minn, ég ætla bara að dansa fyrir þig.

Jesús minn, þú getur ekki hreyft þig eins og ég. ‘Eg er að hneigja mig núna og fingur mínir teikna fögur blóm fyrir þig. Jesús minn, þú getur alls ekki hreyft fingur þína. Þú ert á krossinum eins og þú værir afbrotamaður ,samt ertu Guð.

Jesús minn, ég er hætt að dansa fyrir Wischnus. Sjáðu, nú teygi ég úr ristinni og teikna geisla fyir þig með fætinum. Jesús minn, ég dansa bara fyrir þig. Þú getur alls ekki stigið dans, fætur þínir eru negldir upp á kross. ‘Eg er að dansa fyrir þig…

Potulasaga 20,35 Jóh. 6

Sælla er að gefa en þiggja.

Móðir nokkur mælti á þssa leið: Elsku sonur minn,vitri sonur minn, taktu nú eftir orðum móður þinnar. Þegar ég var að ausa vatn úr brunninum, heyrði ég eftirfarandifrétt: Jesús, sem við setjum traust okkar á er að koma í okkar hérað. Hann kemur til með að tala opinberlega og hann mun lækna. Farðu og kynntu þér allt og komdu aftur og segðu mér, hvers þú hefur orðið vísari. ”Eg hef útbúið matarpakka handa þér með brauði og fiski. Farðu í friði, elsku sonur minn.

Elsku sonur minn, þú hefur verið hjá Jesú. Hvað sagði hann? Hjarta mitt er fullt eftirvæntingar. Kæra móðir, ég kom á stórt engi. Lærisveinarnir skipuðu okkur í hópa. ‘Eg vildi borða, en við hliðina á mér sátu margir soltnir menn. Þess vegna opnaði ég ekki nestispakkann minn. Þá hefði ég orðið að skipta öllu með þeim. Allt í einu komu lærisveinarnir og útbýttu brauði og fiski. ‘Eg fékk meira en nóg af öllu. Það bragðaðist ágætlega. ‘Eg er mettur og sjáðu, nestispakkann frá þér. Hann er óhreyfður. Þú færð hann aftur.

Johnson Gnanabaranam,

f. 3. ágúst 1933- dó 10. ágúst 2008 í Tamil Nadu suður-Indland, lútherskur guðfræðingur og biskup 1993- 1999 í Tranquebar. Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál.

Konan hans Eva Maria Siebert Johnson hefur séð um útgáfu bóka hans eftir lát hans.

Höfundur: María Eiríksdóttir

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS