Víðistaðakirkja

 

Hádegistónleikar

Fyrstu hádegistónleikar Víðistaðakirkju í haust verða haldnir á föstudagurinn kemur, þann 5. október kl. 12:00. Emil Friðfinnsson hornleikari flytur verk eftir Telemann, Messiaen, Dukas, Mendelssohn og Saint-Saëns. Meðleikari er Örn Magnússon píanóleikari.

Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.000,- og síðan er hægt að kaupa léttan málsverð í safnaðarheimilinu eftir tónleika sem kostar kr. 500,-. Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar.

 

Bragi J. Ingibergsson, 3/10 2012

Helgihald 30. september

Á sunnudaginn kemur, 30. sept. þjónar sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur og kirkjukórinn syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Sunudagaksólinn verður líka á sínum stað uppi í suðursal kirkjunnar. Sjá nánar hér.

Bragi J. Ingibergsson, 27/9 2012

Svavar Knútur kemur í heimsókn

Í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur mun tónlistarmaðurinn góðkunni og geðþekki Svavar Knútur sjá um allan tónlistarflutning. Sjá nánar hér.

Bragi J. Ingibergsson, 19/9 2012

Prédikun síðasta sunnudags

 „Ég hef rist þig í lófa mér.“

 „Snertingin og hlýjan skiptir svo miklu máli, við setjum gjarnan fingur í litla lófann hennar og hún tekur utan um með smáum fingrum.“

Ég gekk inn á vökudeildina í fylgd stolts en nokkuð áhyggjufulls föður, sem lét þessi orð falla er hann lýsti samskiptum sínum við nýfædda dóttur sína. ………

Lesa meira..

Bragi J. Ingibergsson, 19/9 2012

Helgihald sunnudaginn 16. sept.

Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arnar Faulkner.  Sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 14/9 2012

Barna- og unglingastarfið

Barna- og unglingastarf vetrarins fer að hefjast. 6-9 ára starfið hefst kl. 16:00 og 10-12 ára (TTT) starfið kl. 17:00 þriðjudaginn 18. september nk.

Unglingastarfið í Æskulýðsfélaginu Megasi hefst mánudaginn 24. september kl. 19:30.

Bragi J. Ingibergsson, 12/9 2012

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir hefjast að nýju miðvikudaginn 19. september kl. 12:00. Notalegar og friðsælar stundir í kirkjunni og samvera yfir gómsætri súpu í safnaðarheimilinu á eftir. Næring fyrir sál og líkama!

Bragi J. Ingibergsson, 12/9 2012

Ný heimasíða

Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir Víðistaðakirkju. Lögð er áhersla á að aðkoman að síðunni sé einföld og þægileg svo fólki reynist auðvelt að finna það sem leitað er eftir bæði fljótt og vel.  Á heimasíðunni verður sem fyrr reynt að birta nýjustu fréttir hverju sinni og greina frá því sem framundan er í safnaðarstarfinu.

Bragi J. Ingibergsson, 12/9 2012

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Föstudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 - GA-fundur
21:00 - AA-fundur

Dagskrá ...