Víðistaðakirkja

 

Heimsókn úr Garðaprestakalli

Á undanförnum árum hafa Víðistaða-, Garða- og Bessastaðasókn haldið sameiginlega guðsþjónustu fyrir eldri borgara í sóknunum. Hefur guðsþjónustan farið fram í upphafi árs og til skiptis í Víðistaðakirkju og Vídalínskirkju.

Nú er komið að Þessari sameiginlegu guðsþjónustu í Víðistaðakirkju og munu gestirnir sjá um þjónustuna. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar, Margrét Gunnarsdóttir djáknanemi les ritningarlestra og sönghópur úr Garðaprestakalli syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.

Að lokinni guðsþjónustu mun Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngja undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Kaffiveitingar verða á eftir í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar Víðistaðasóknar.

Sjá hér.

Bragi J. Ingibergsson, 10/1 2013

Helgihald um jól og áramót

Helgihald verður með hefðbundnu sniði um jól og áramót. Rétt er þó að minna á þær breytingar sem gerðar hafa verið á tímasetningum aftansöngvanna á aðfangadag og gamlársdag. Þeir eru nú annað árið í röð kl. 17:00.

Hvað varðar tónlistarflutning við helgihaldið þá munu auk kóra kirkjunnar koma fram Flensborgarkórinn undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, óbóleikarinn Matthías Nardeau og einsöngvararnir Sigurður Skagfjörð barítón og Anna Jónsdóttir sópran.

Sjá nánar hér.

Bragi J. Ingibergsson, 22/12 2012

6-9 ára sýna helgileik

Í fjölskylduhátíð á sunnudaginn kemur, 3. sunnudag í aðventu, munu börnin í 6-9 ára starfinu sýna helgileik ásamt Barna- og unglingakórnum, sem syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Boðið verður upp á smákökur og heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Sjá nánar

Bragi J. Ingibergsson, 13/12 2012

Skátar koma með Friðarlogann til kirkju

Í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur, 2. sunnudag í aðventu, munu skátar koma með Friðarlogann til kirkju – eins og venja hefur verið á aðventunni undanfarin ár. Kirkjukórinn syngur í guðsþónustunni undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Sjá hér.

Bragi J. Ingibergsson, 6/12 2012

Frábært framtak

Í gærkvöldi afhentu krakkar í 10. bekk Víðistaðaskóla sóknarpresti peninga til styrktar þeim sem minna mega sín í Víðistaðasókn. Peningarnir voru afrakstur eftir bingó og basar sem þau héldu í matsal skólans. Þau höfðu fengið þessa góðu hugmynd og hrintu henni sjálf í framkvæmd af miklum dugnaði. Um er að ræða frábært og þakkarvert framtak í anda jólanna – og víst er að margir eiga eftir að njóta góðs af.

Bragi J. Ingibergsson, 6/12 2012

Aðventukvöldið kl. 17:00

Aðventukvöldið á sunnudaginn kemur, 1. sunnudag í aðventu, verður að þessu sinni kl. 17:00 síðdegis en ekki að kvöldi eins og undanfarin ár. Dagskrá samkomunnar er að mestu í höndum kóra kirkjunnar, organista og stjórnenda, en auk þess mun Guðrún Birgisdóttir leika á flautu. Ræðumaður verður Gylfi Ingvarsson vélvirki og fulltrúi í sóknarnefnd Víðistaðasóknar. Að venju verður Systrafélag kirkjunnar með kaffisölu að lokinni dagskrá. Sjá nánar

Bragi J. Ingibergsson, 29/11 2012

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Sunnudagurinn næsti, 25. nóvember, er sá síðasti á þessu kirkjuári. Nýtt kirkjuár hefst svo í upphafi jólaföstunnar 1. sunnudag í aðventu. Á sunnudaginn kemur verður guðsþjónusta kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma uppi í suðursalnum. Sjá nánar…

Bragi J. Ingibergsson, 21/11 2012

Gaflarakórinn syngur

Í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur mun Gaflarakórinn, hinn einstaki kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði, syngja undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur þjónar. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma uppi í suðursal. Sjá nánar…

Bragi J. Ingibergsson, 15/11 2012

Fjölskylduhátíð

Fjölskylduhátíð verður á sunnudaginn kemur og er þá sunnudagaskólanum fléttað inn í form fjölskylduguðsþjónustunnar. Barna- og unglingakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sjá nánar hér.

Bragi J. Ingibergsson, 8/11 2012

Úrslit ljósmyndakeppninnar

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Víðistaðakirkju voru kynnt í dag og verðlaun afhent. Fyrsta sætið hlaut ljósmynd eftir ungan og efnilegan ljósmyndara Daníel Örn Smárason. Mynd hans ber vott um gott hugmyndaflug og frumleika um leið og hún fangar viðfangsefnið vel – og rammar það skemmtilega inn:

Sigþrúður Jónasdóttir fékk önnur verðlaun fyrir mynd sem tekin er í trjágöngum á Víðistaðatúni og í þrðja sæti var Helena Björk Jónasdóttir með mynd af mannlífinu á túninu á 17. júní. Sjá allar myndirnar hér.

Bragi J. Ingibergsson, 4/11 2012

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Föstudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 - GA-fundur
21:00 - AA-fundur

Dagskrá ...