Víðistaðakirkja

 

Sunnudagur 20. janúar:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffiveitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 16/1 2019

Sunnudagur 13. janúar:

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing eftir stundina.

Guðsþjónusta kl. 14:00

Sameiginleg guðsþjónusta fyrir eldri borgara í Víðistaða-, Bessastaða- og Garðasóknum. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sr. Henning Emil Magnússon og Margrét Gunnarsdóttir djákni sjá um þjónustuna og Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Að lokinni guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Ásgeirsdóttur. Að dagskrá lokinni verða veitingar í boði Víðistaðasóknar.

Bragi J. Ingibergsson, 9/1 2019

2018 Messur um jól og áramót

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 17/12 2018

3. sunnudagur í aðventu:


Advent_3

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

Börn sýna helgileik. Hátíðleg og falleg stund í undirbúningi jólanna. Kveikt verður á þriðja aðventukertinu. Umsjón hafa Bryndís og María. Organisti er Helga Þórdís. Smákökur í safnaðarsalnum eftir stundina. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 11/12 2018

2. sunnudagur í aðventu 9. desember:

Advent_2Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Notaleg stund á aðventunni fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og piparkökur í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 5/12 2018

1. sunnudagur í aðventu, 2. desember:

Advent_1

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og fræðandi stund í upphafi aðventu í umsjá Maríu og Bryndísar. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Verið velkomin!

Aðventuhátíð kl. 17:00

2018 Aðventuhátíð

Bragi J. Ingibergsson, 28/11 2018

Sunnudagur 25. nóvember:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Tónlistarmaðurinn KK kemur í heimsókn og flytur ljúfa og fallega tónlist. Sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

kkSunnudagaskólinn kl. 11:00

María og Bryndís sjá um fjöruga og fræðandi stund uppi í suðursal kirkjunnar. Djús og kex eftir stundina. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 21/11 2018

Sunnudagur 18. nóvember:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sr. Sigfinnur Þorleifsson þjónar ásamt messuþjónum. Hressing í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex eftir stundina. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 14/11 2018

Sunnudagur 11. nóvember:

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

Börn úr Skólahljómsveit Víðistaðaskóla leika á hljóðfæri undir stjórn Vigdísar Klöru Aradóttur. María og Bryndís leiða stundina ásamt Helgu Þórdísi organista. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 7/11 2018

Vetrardagar í Víðistaðakirkju:

Allra heilgara messa 4. nóvember:

Útvarpsmessa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Látinna minnst.

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar.

Vöfflukaffi í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustur. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 31/10 2018

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Föstudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 - GA-fundur
21:00 - AA-fundur

Dagskrá ...