Víðistaðakirkja

 

Safnaðarheimilið

Meginhluti safnaðarheimilis kirkjunnar er safnaðarsalurinn sem er við norðurhlið kirkjuskipsins.  Hægt að opna þar á milli í fjölmennum athöfnum og er þá mögulegt að bæta við nálægt 120 sætum.  Þegar salurinn er hins vegar notaður fyrir kirkjukaffi, erfisdrykkjur eða veislur er hægt að dekka borð fyrir um 100 manns.

Innaf salnum er gott fullbúið eldhús, sem var algjörlega endurnýjað árið 2011, og upp á næstu hæð loftsalurinn, minni salur sem oft er notaður samhliða aðalsalnum þegar fjöldinn er það mikill að hann rúmast ekki eingöngu niðri.

Safnaðarheimilið er leigt út fyrir ýmiss konar samkomur.  Salurinn er notalegur og öll aðstaða hin ákjósanlegasta fyrir margvísleg tilefni, t.d. erfisdrykkjur, skírnar- og fermingarveislur, brúðkaupsveislur, útskriftarveislur, fundi og ráðstefnur svo eitthvað sé nefnt.  Bókun safnaðarheimilis er á höndum Karls Kristensen kirkjuvarðar (sjá starfsfólk).

          Margrét Alexandersdóttir starfar sem verktaki við kirkjuna og þegar salurinn er leigður út er hún alltaf til staðar og heldur utan um veislurnar fyrir leigutaka svo sem óskað er eftir. Þegar salurinn hefur verið bókaður hjá kirkjuverði þá er nauðsynlegt að hafa sem fyrst samband við Margréti varðandi allt fyrirkomulag í salnum. Sími hjá henni eru: 898-3717.

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS