Víðistaðakirkja

 

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru á hverjum miðvikudegi í hádeginu.  Hefst hver stund kl. 12:05 og er lokið fyrir kl. 12:30 en þá er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Í þessum hádegisstundum er blandað saman töluðu orði og tónum, þar sem sérstök áhersla er lögð á mjúka og róandi tónlist.  Þá eru fluttar fyrirbænir og getur fólk komið fyrirbænaefnum til sóknarprests eða skráð rafrænt með því að smella á myndina: j0097247

Kyrrðar- og fyrirbænastundirnar eru því góður kostur fyrir alla þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli og amstri hversdagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta.

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS