Víðistaðakirkja

 

Vetrardagar í Víðistaðakirkju:

Íþróttaálfurinn í heimsókn

IMG_4322.900

Á árlegum tónlistardegi barnanna í gær var brugðið út af venjunni og ekki boðið upp á eiginlega tónlistardagskrá. Í tilefni heilsuþema Vetrardaganna kom Íþróttaálfurinn í heimsókn og fékk börnin til að hreyfa sig og láta í sér heyra. Að þessu sinni var elstu tveimur árgöngum leikskólanna og yngsta árgangi grunnskólanna í sókninni boðið. það mættu um 165 börn ásamt kennurum og var ekki annað að sjá en þau kynnu vel að meta tilþrif Íþróttaálfsins og tóku virkan þátt í fjörinu.

Bragi J. Ingibergsson, 31/10 2018 kl. 11.16

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS