Víðistaðakirkja

 

Vetrardagar í Víðistaðakirkju:

Tónlistarguðsþjónusta og ferming sunnudaginn 28. okt. kl. 11:00

Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Þar verður kynnt nýuppsett myndlistarsýning Laufeyjar Jensdóttur myndlistarkonu. Verið velkomin!

Sunnudagaskólinn sunnudaginn 28. okt. kl. 11:00

Sunnudagaskólinn verður að venju uppi í suðursal kirkjunnar í umsjá Maríu og Bryndísar. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug dagskrá – og veitingar í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 26/10 2018 kl. 10.38

     

    Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS