Víðistaðakirkja

 

Sunnudagur 31. mars:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex á eftir. Verið velkomin!

 

Bragi J. Ingibergsson, 27/3 2019

Sunnudagur 24. mars:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Gamlir Fóstbræður syngja undir stjórn Árna Harðarsonar, sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Skemmtileg stund fyrir börnin uppi í suðursal í umsjá Maríu og Bryndísar. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 20/3 2019

Aðalsafnaðarfundur

Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaginn 24. mars nk. og hefst kl. 12:00 að lokinni tónlistarguðsþjónustu í kirkjunni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla formanns, ársreikningar, kosningar og önnur mál.

Bragi J. Ingibergsson, 14/3 2019

Sunnudagur 17. mars:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Ólafs Finnssonar, sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hresing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex á eftir í safnaðarheimilinu. verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 13/3 2019

Guðsþjónusta kl. 11:00

Árleg kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða almennan söng undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og sóknarprestur þjónar með aðstoð fleiri frímúrarabræðra. Að lokinni guðsþjónustu verður messukaffi í boði Hamars í stúkuhúsinu að Ljósatröð 2, Hafnarfirði. Allir velkomnir!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og fræðandi dagskrá í umsjá Maríu og Bryndísar sem fram fer uppi í Suðursal kirkjunnar. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 6/3 2019

Æskulýðsdagurinn 3. mars:

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Braga, Helgu Þórdísar, Maríu og Bryndísar. Að lokinni guðsþjónustu verður vöfflusala fermingarbarna og kerta- og leirmunasala barnastarfsins í safnaðarsalnum. Allur ágóði rennur til bygginagar steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Hafið með ykkur beinharða peninga því enginn posi er á staðnum. Verið velkomin!

90b14bf5858575a7a4842e496bcb0a1f

Bragi J. Ingibergsson, 27/2 2019

Konudagurinn 24. febrúar:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!

15676325_584829681724432_4846136263801717472_o

 

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

 

Bragi J. Ingibergsson, 20/2 2019

Sunnudagurinn 17. febrúar:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing á eftir.

j0435099Sunnudagaskól kl. 11:00

Fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í Suðursal kirkjunnar. Djús og kex á eftir

Bragi J. Ingibergsson, 13/2 2019

Sunnudagur 10. febrúar:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 6/2 2019

Sunnudagur 3. febrúar:

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

DSC_0249Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og Bragi og María leiða stundina. Hressing í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 30/1 2019

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Föstudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 - GA-fundur
21:00 - AA-fundur

Dagskrá ...