Þorlákskirkja

 

Uppstigningardagsuppákoma á 9-unni 25. maí og Aðalfundur safnaðarins 30. maí

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara hjá Þjóðkirkjunni. Við höfum haft þessa hefð í heiðri undanfarin ár en ekki alltaf með sama hætti. Nú munum við verða með samverustund á Níunni klukkan 10:00  fimmtudaginn 25. maí, Uppstigningardag. Allir eru velkomnir. Þetta er ekki guðsþjónusta, þótt sjálfsagt náum við að minnast á þá himnafeðga, heldur verðum við með áherslu á upplestur og gleði og kaffiþamb – og eitthvað með því. Prestur, djákni og Sigrún fógeti á 9-unni munu lesa. Komum saman í morgunsárið og eigum góða stund :)  

——————————————————————————

Þá minnum við á Aðalfund safnaðarins þriðjudagskvöldið 30. maí í Þorlákskirkju. Þetta er mikilvægur fundur. Það er mikilvægt að hlú að kirkju hvers samfélags, öll samfélög sem vilja heita sterk – og það vill Þorlákshöfn svo sannarlega – þurfa að hafa sterka kirkju. Hún er kletturinn á stærstu stundum okkar kristinna manna á gleðistundum fjölskyldunnar og þegar sorgin knýr dyra. Mætum að Aðalsafnaðarfundinn og tökum þátt og setjum okkur inn í málin! :)

Baldur Kristjánsson, 22/5 2017

Hátíðarguðsþjónusta á Páskum

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:00.
Guðmundur Brynjólfsson djákni, messar.
Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn organistans, Miklos Dalmay.
Meðhjálpari Rán Gísladóttir.
Fjölmennum í guðsþjónustu á morgni Páskadags! Fátt er hátíðlegra :)

Baldur Kristjánsson, 14/4 2017

FERMINGAR Í ÞORLÁKSKIRKJU 2017

Pálmasunnudagur  9. apríl kl. 13:30. Séra Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni. Kór Þorlákskirkju, Organisti Miklos Dalmay. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Salome Vera Magnúsdóttir / Eyjahrauni 35, 815 Þorlákshöfn.

Sandra Magnúsdóttir Kilinska / Hjallabraut 6, 815 Þorlákshöfn.

 

Skírdagur 13. apríl kl. 13:30. Séra Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni. Kór Þorlákskirkju, Organisti Miklos Dalmay. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Ísak Júlíus Perdue / Klængsbúð 2, 815 Þorlákshöfn.

Julilja Rós Radosavljevic / Eyjahrauni 2, 815 Þorlákshöfn.

Kristín Lilja Gunnarsdóttir / Reykjabraut 24, 815 Þorlákshöfn.

Svanhildur Sigurðardóttir / Básahrauni 13, 815 Þorlákshöfn.

Þrúður Sóley Guðnadóttir / Básahrauni 39, 815 Þorlákshöfn.

Tristan Þór Gunnarsson / Lyngbergi 27, 815 Þorlákshöfn.

 

Hvítasunna 4. júní kl. 13:30. Séra Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni. Kór Þorlákskirkju, Organisti Miklos Dalmay. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Björg Jökulrós Haraldsdóttir / Básahrauni 47, 815 Þorlákshöfn.

Daníel Frans Valdimarsson / Pálsbúð 4, 815 Þorlákshöfn.

Emma Eldon Róbertsdóttir / Pálsbúð 23, 815 Þorlákshöfn.

Helga Ósk Gunnsteinsdóttir / Reykjabraut 22, 815 Þorlákshöfn.

Lilja Rós Júlíusdóttir / Oddabraut 12, 815 Þorlákshöfn.

 

Við vekjum athygli á tímasetningu afthafnanna 13:30 alla dagana.

Við viljum einnig koma á framfæri þakklæti til Þuríðar Sigurðardóttur sem sér um fermingarkirtlana og heldur utan um þau mál fyrir okkur.

 

Bestu kveðjur,

Baldur og Guðmundur

Baldur Kristjánsson, 3/4 2017

Sunnudagurinn 5. mars !

Þorlákskirkja. 5. Mars

Sunnudagaskóli Kl. 11:00.

Hafdís Þorgilsdóttir sér um hann ásamt hjálparkokkum. 

Messa kl. 14:00.

Miklos Dalmay og Kór Þorlákskirkju. Sérstakur gestur frá Ungverjalandi syngur einsöng, kirkjutenorinn László Kéringer. 

Guðmundur Brynjólfsson djákni þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Baldri Kristjánssyni. Fermingarbörn lesa.

Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.

Baldur Kristjánsson, 3/3 2017

Hátíð í Þorlákskirkju – Sunnudaginn 12. febrúar

 SUNNUDAGUR 12. febrúar: Messa kl. 14:00.
Í messunni er minnst 100 ára ártíðar Ingimundar Guðjónssonar frömuðar í menningar- og tónlistarlífi Þorlákshafnar.
Kór Þorlákskirkju syngur lög tileinkuð honum undir stjórn Miklosar Dalmay. Jónas Ingimundarson og Sigrún Hjálmtýsdóttir leika og syngja og Ingimundar minnst í töluðu orði.
Guðmundur Brynjólfsson les ljóð. Halla Kjartansdóttir segir frá Ingimundi. Sigþrúður Harðardóttir talar um menningu í sjávarþorpi.
Á eftir er boðið upp á kaffi, snittur,konfekt og djús í safnaðaraígildi kirkjunar. Gamlir og nýir Ölfusingar hvattir til að mæta svo og fólk úr öðrum sveitum, þorpum og borgum sem vilja heiðra minningu Ingimundar svo og fermingarbörn og foreldrar þeirra.
### Að morgni dags er SUNNUDAGASKÓLI kl. 11:00. Hafdís sér um hann ásamt meðhjálpurum. ###

Baldur Kristjánsson, 9/2 2017

Guðsþjónustur um Jól í Þorlákskirkju og á Hjalla

Þorlákskirkja:

Aftansöngur Aðfangadag kl. 18:00 . Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Kór Þorlákskirkju. Organisti Elísa Elíasdóttir.

Prestar: Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynjólfsson. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

 

Hjallakirkja:

Hátíðarguðþjónusta kl. 13:30 Annan í jólum. Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Kór Þorlákskirkju. Organisti Miklos Dalmay.

Prestar: Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Brynjólfsson. Meðhjálpari Sigurður Hermannsson.

Baldur Kristjánsson, 22/12 2016

Þriðji sunnudagur í aðventu – 11. desember

Það verður mikið um að vera hjá okkur í Þorlákskirkju þriðja sunnudag í aðventu; næsta sunnudag, þann 11. desember :)

Klukkan 11:00 er SUNNUDAGASKÓLI sem Hafdís og félagar annast en það verður meira um að vera en venjulega því að Yngri kór Grunnskólans og Yngri lúðrasveit Grunnskólans ætla að heimsækja okkur ;)  - Það verður sem sagt fjör og vitaskuld kaffi á könnu fyrir þá fullorðnu sem fylgja börnum til kirkju, við eigum einatt gott samfélag yfir kaffi og konfekti á meðan börnin lita!

Klukkan 18:00 er svo komið að árlegri MINNINGARSTUND í kirkjunni. Þá minnumst við látinna með því að hlusta á fagra tónlist og hlusta á eitthvað fallegt og styrkjandi lesið. Fjölmennið og hugsið þeirra sem burt eru kallaðir, biðjum og eigum notalega stund. Miklós Dalmay leikur á orgelið en prestur og djákni lesa.

 

Baldur Kristjánsson, 8/12 2016

Aðventustund í Þorlákskirkju, klukkan 16:00 – 27. nóvember

Ávarp sr. Baldur Kristjánsson

Eldri lúðrasveit grunnskólans  - Gestur Áskelsson

Yngri skólakór grunnskólans – Sigþrúður Harðardóttir

Fermingarbörn lesa

Tónar og Trix – Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Aðventuræða Guðrún Jóhannsdóttir

Söngfélag Þorlákshafnar - Örlygur Benediktsson

Upplestur Guðmundur Brynjólfsson

Eldri skólakór grunnskólans  - Sigríður Kjartansdóttir

Kirkjukór Þorlákskirkju – Miklós Dalmay

Bæn og blessun Baldur Kristjánsson

 

Mætum öll og eigum saman hátíðlega og skemmtilega stund :)

Baldur Kristjánsson, 23/11 2016

Guðsþjónusta á Hjalla klukkan 14:00 sunnudaginn 6. nóvember

Nú messum við sunnudaginn kl. 14:00 á Hjalla, í Hjallakirkju. Hjallakirkja er einn mesti sögustaðurinn í Ölfusi, merkilegur staður sem Ölfusingar ættu að vita meira um og rækta betur. Og Hjallakirkja er líka sóknarkirkja Þorlákshafnarbúa.

Þegar Þorlákskirkja var byggð fyrir ca. 30 árum var um það samkomulag að hafa Hjallakirkju áfram í heiðri og hún þjónar því líka sem sóknarkirkja hjá okkur. Þeir sem eru í Þjóðkirkjunni og búa hér halda því uppi tveimur kirkjum með sóknargjöldum sínum – geri aðrir betur! Það er því alveg tímabært að kíkja inn í þetta guðshús sem þið haldið uppi með sóknagjöldum. :)

Þetta verður líka notaleg stund. Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á Hjalla (góður hljómburður). Yngri kór Grunnskóla Þorlákshafnar syngur nokkur lög og fermingarbörn lesa úr Biblíunni (fjögur þeirra).

Sóknarprestur predikar, kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Miklós Dalmay, meðhjálpari er Sigurður Hermannsson, djákni les guðspjall og fermingarbörn pistil dagsins.

Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sérstaklega hvött til að mæta.

Baldur Kristjánsson, 4/11 2016

Messa kl. 14:oo og Sunnudagskóli kl. 11:oo

ÞORLÁKSKIRKJA: Guðsþjónusta  2. október, klukkan 14:00. Fermingarbörn sérstaklega velkomin. Sr. Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari og Guðmundur Brynjólfsson djákni predikar. Organisti Miklós Dalmay, kirkjukórinn syngur. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

SUNNUDAGASKÓLINN tekur til starfa klukkan 11:00 sama dag, umsjón Hafdís og hjálparkokkar. :)

Baldur Kristjánsson, 30/9 2016

Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur
bk@baldur.is

Guðmundur S. Brynjólfsson djákni
gummimux@simnet.is

Viðtalstímar prests og djákna eru eftir samkomulagi.

Um forsíðumyndina

Forsíðumynd er af altaristöflu kirkjunnar.

 

Háaleiti, 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771 , fax 4833566 · Kerfi RSS