Þingvallakirkja

 

Hátíðarmessa 1.desember á 100 ára afmæli fullveldisins

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins verður Hátíðarmessa í Þingvallakirkju laugardaginn 1. desember  næstkomandi, klukkan tvö eftir hádegi. Kristján Valur Ingólfsson  predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti er Daniel Ágúst Gautason. Sönghópur  undir hans stjórn leiðir almennan söng og  syngur þjóðsönginn.

Kristján Valur Ingólfsson, 27/11 2018

Þingvallakirkja Hátíðarmessa 1.desember 2018

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins verður hátíðarmessa í Þingvallakirkju laugardaginn 1. desember klukkan tvö eftir hádegi. Nánar auglýst síðar.

Kristján Valur Ingólfsson, 5/11 2018

Messur í Þingvallakirkju sumarið 2018

Messur og guðsþjónustur í Þingvallakirkju í júní, júlí og ágúst verða sem hér segir. Messað er alla sunnudaga klukkan tvö eftir hádegi. Ekki er hægt að aka alla leið að kirkjunni. Styzt er að ganga frá Valhallarreit. Verði  breytingar á þessari áætlun verður það tilkynnt hér.

24. júní. Jónsmessan. sr.Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson

1. júlí. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

8.júlí.  Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

15.júlí. sr. Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Skírn.

22. júlí. Skálholtshátíð. Hefð er fyrir því að þá sé ekki messa í Þingvallakirkju, en laugardaginn á undan er ferðabæn og fararblessun fyrir pílagríma á leið til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð er klukkan níu að morgni.

29. júlí.  sr.Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

5.ágúst.  sr.Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

12.ágúst. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

19.ágúst  sr.Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson

26.ágúst .sr.Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson

 

Kristján Valur Ingólfsson, 7/7 2018

Þingvallakirkja – messur framundan

Á hvítasunnudag 20. maí verður hátíðarmessa í Þingvallakirkju klukkan tvö eftir  hádegi. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.

Næsta messa verður á Þjóðhátíðardaginn 17. júní, einnig klukkan tvö eftir hádegi.  Nánar auglýst síðar.

Kristján Valur Ingólfsson, 12/5 2018

Helgihald í Þingvallakirkju um páska 2018

Að venju verður messað við sólarupprás í ÞIngvallakirkju á páskadagsmorgunn 1.apríl. Það er góð langtímaspá svo vænta má sólar.  Sólris er 6.49 en þá á sólin eftir að klifra yfir fjallgarðinn. Við gerum ráð fyrir að byrja messuna klukkan tíu mínútur yfir sjö. Svo verður morgunhressing að venju þegar messu lýkur.

Páskadagur 1. apríl klukkan tvö eftir hádegi.

Hátíðarmessa. Margrét Bóasdóttir stjórnar kórsöng, Guðmundur Vilhjálmsson leikur á orðgelið. Prestur Kristján Valur Ingólfsson.

Að þessu sinni fellur niður hefðbundin guðsþjónusta á föstudaginn langa.

Kristján Valur Ingólfsson, 26/3 2018

Síðasta messa sumarsins 27.ágúst

Sunnudaginn 27. ágúst er messa í Þingvallakirkju klukkan tvö eftir hádegi. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.  Þetta er síðasta messa þessa sumars.

Kristján Valur Ingólfsson, 24/8 2017

Messa sunnudaginn 20. ágúst

Messað verður í Þingvallakirkju sunnudaginn 20. ágúst klukkan tvö eftir hádegi. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

Kristján Valur Ingólfsson, 19/8 2017

Messa 13.ágúst kl. 14.00

Sunnudaginn 13. ágúst klukkan tvö eftir hádegi er messa í Þingvallakirkju. Séra Egill Hallgrímsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

Kristján Valur Ingólfsson, 13/8 2017

Úti – Messa sunnudaginn 30. júlí kl.tvö eftir hádegi

Sunnudaginn 30.júlí klukkan tvö eftir hádegi verður úti-messa austan við Þingvallakirkju, nær Skötutjörn.
Guðmundur Vilhjálmsson, organisti, leikur á básúnu ásamt börnum sínum Laufeyju Sigríði á trompet og Vilhjálmi á básúnu.  Kristján Valur Ingólfsson annast prestsþjónustuna.

 

Kristján Valur Ingólfsson, 27/7 2017

Messa sunnudaginn 16.júlí

Sunnudaginn 16. júlí er messa í Þingvallakirkju klukkan tvö eftir hádegi. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

Kristján Valur Ingólfsson, 15/7 2017

Messað er í Þingvallakirkju hvern helgan dag yfir sumartímann frá hvítasunnu til höfuðdags.
Annars til jafnaðar mánaðarlega og á stórhátíðum.
Þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins
(sími 482 2660)
sér um að bóka giftingar og skírnir og aðrar kirkjuathafnir í Þingvallakirkju.
Sóknarprestur er sr. Egill Hallgrímsson, Skálholti s.4868860
Umsjón með helgihaldi hefur vígslubiskupinn í Skalholti
sr. Kristján Valur Ingólfsson s8972221

Messutilkynningar eru hér á vefnum, í Morgunblaðinu og héraðsfréttablöðum.

Sjá einnig síðu http://www.thingvellir.is/

 

Sími 897 2221 · Kerfi RSS