Strandarkirkja

 

Reglur um Strandarkirkju í Selvogi

1. gr.

Strandarkirkja er á forræði Kirkjuráðs.

Kirkjuráð fer með stjórn og umsýslu kirkjunnar ásamt umsjón með jarðeignum, hlunnindum og öðrum eignum kirkjunnar. 

2. gr.

Kirkjuráð skipar þriggja manna nefnd sem nefnist Strandarkirkjunefnd, til fjögurra ára í senn. Skal skipa Strandarkirkjunefnd frá og með 1. júlí, árið eftir kjör til kirkjuráðs.

Í nefndinni eru: formaður sem kirkjuráð skipar og annar til vara, einn fulltrúi sem sóknarnefnd Strandarsóknar tilnefnir og annar til vara og einn fulltrúi sem héraðsnefnd Árnesprófastsdæmis tilnefnir og annar til vara.

3. gr.

Strandarkirkjunefnd annast daglega stjórn og rekstur Strandarkirkju. Nefndin, í samráði við kirkjuráð, ræður starfsfólk og setur því erindisbréf.

Strandarkirkjunefnd skal vera umsagnaraðili um á hvern hátt starfsrækslu kirkjueigna og hlunninda skal háttað.

4. gr.

Strandarkirkjunefnd gerir árlega starfs – og rekstraráætlun og leggur fyrir kirkjuráð til samþykktar fyrir lok septembermánaðar. Starfs – og rekstrarár er almanaksárið.

Strandarkirkjunefnd skal á hverju reikningsári semja ársreikning og undirritar hann. Jafnframt skal samin skýrsla fyrir liðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fyrir kirkjuráð.

Reikningshald skal vera á Biskupsstofu.

5. gr.

Færa skal til bókar meginatriði þess sem fram fer á fundum Strandarkirkjunefndar og ákvarðanir hennar. Fundargerðir skulu sendar kirkjuráði reglulega.

Ákvæði til bráðabirgða.

Strandarkirkjunefnd verður skipuð eins skjótt og kostur er eftir að reglur þessar hafa verið samþykktar. Starfstími hennar er frá 1. nóvember árið 2001 til loka júnímánaðar 2003.

     

    Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS