Strandarkirkja

 

Maríuhátíð

Messað verður í Strandarkirkju sunnudaginn 10. ágúst kl. 14:00.  Prestur er séra Jón Ragnarsson og organisti Hannes Baldursson, organisti kirkjunnar.  Sunnudaginn 17. verður svo sérstök maríuhátíð í umsjón dr. Péturs Péturssonar þar sem Björg Þórhallsdóttir söngkona kemur fram ásamt fleirum.

Baldur Kristjánsson, 8/8 2008

Að heimsækja Selvoginn!

Strandarkirkja í Selvogi er opin gestum og gangandi allt sumarið, jafnt þeim sem koma á einkabílum, reiðhjólum, hestum, tveimur jafnfljótum eða bara rútubílum. Allt sumarið steymir fólk til að skoða þessa fallegu kirkju sem er mesta áheitakirkja á Íslandi.  Sennilega byggð af sjófarendum sem komust, hugðu þeir, fyrir kraftaverk lífs af. Örvæntingarfullir, ráðþrota höfðu þeir heitið því að byggja kirkju þar sem þeir næðu landi. Þessi kirkja hefur alltaf verið kirkja vonarinnar, skjól almúgans, helgistaður við úfna suðurströndina.  Stundum ætluðu yfirvöld að flytja hana í huggulegra umhverfi en aldrei varð þeim kápan úr því klæðinu. Þeir sem hugðust ganga þannig gegn vilja fólksins misstu alltaf embætti sín.  Þannig á það líka að vera.

Ekkert kostar að koma í kirkjuna en margir nota tækifærið og heita á kirkjuna. Sumir nota tækifærið og pissa í ágætu klósettjarðhýsi sem byggt var fyrir áheitafé.  Margir fá sér síðan kaffi hjá henni Sigrfíði í T-bæ eða fá sér pylsu hjá henni Guðrúnu í Götu eða listmun hjá Sigurbjörgu í Þorkelsgerði.

Umhverfi kirkjunnar er allt til fyrirmyndar og sér staðarhaldarinn Sylvía Ágústsdóttir í Götu um þá hlið mála.

Baldur Kristjánsson, 8/7 2008

Messa sunnudag 13. júlí

Næsta messa í Strandarkirkju verður sunnudaginn 13. júlí kl. 14:00.  Sóknarprestur Baldur Kristjánsson messar og Hannes Baldursson organisti leikur á orgelið.

Kirkjan er opin alla daga frá morgni til kvölds. Kikjuvörður og staðarhaldari er Sylvía Ágústsdóttir búsett í Götu í Selvogi og hefur símann 483 3910. Þeim sem vilja sérstaka leiðsögn er bent á að leita til hennar eða sóknarprestsins Baldurs Kristjánssonar í síma 8980971. Netfang hans er bk@baldur.is

Baldur Kristjánsson, 8/7 2008

Sunnudagur 22. júní

Guðsþjónusta sunnudag 22. júní kl. 14:00. Organisti Hannes Baldursson. Prestur Baldur Kristjánsson.

Baldur Kristjánsson, 21/6 2008

Messa á Sjómannadag.

Næst verður messað í Strandarkirkju á Sjómannadag 1. júní kl. 13:30. Sóknarprestur Baldur Kristjánsson messar. Hannes Baldursson organisti kirkjunnar verður við orgelið. Ræðuefnið er augljóst. Menn sem komu af hafi hétu því að byggja kirkju næðu þeir landi. Við þeim blasti ljós og þeir reru á ljósið. Athugið óvenjulega tímasetningu þ.e. kl. 13:30.

Baldur Kristjánsson, 23/5 2008

Korpúlfar í Strandarkirkju

Félag eldri borgara í Grafarvogi heimsótti Strandarkirkju á dögunum. Þetta er allmyndarlegur hópur eins og sjá má. Sóknarprestur tók þessar myndir úr prédikunarstólnum, en hann hélt yfir þeim ágæta tölu um kirkjuna.

Lesa áfram …

Baldur Kristjánsson, 23/5 2008

Kirkjan er opin alla daga yfir sumartímann. Opnað er um kl. níu og lokað um kvöldmat.

 

Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS