Strandarkirkja

 

Strandarkirkja, kirkja vonarinnar

Þegar Íslendingar ferðast um land sitt í sumar er upplagt að koma við í Selvoginum og heimsækja Strandarkirkju.  Strandarkirkja er kirkja sjómanna, kirkja alþýðunnar, kirkja vonarinnar. Hennar er fyrst getið í Kirkjuupptalningabók Páls Jónssonar biskups í Skálholti en sá var á fótum um aldamótin 1200.  Helgisögnin segir ungur bóndasonur úr uppsveitum Árnessýslu hafi ásamt skipshöfn sinni verið að koma frá Noregi með við til húsagerðar. Þegar þeir voru komnir nær landi brast á ofsaveður, þoka og dimmviðri og þeir héldu að þeir væru að farast. Ótti manna við hafnlitla suðurströndina hefur verið mikill bæði fyrr og síðar. Þeir hétu því að byggja kirkju næðu þeir landi þar sem þeir næðu landi. Það skipti engum togum að við þeim blasti ljós, þeir réru á ljósið, skyndilega varð allt kyrrt, þegar birti af degi sáu þeir að þeir höfðu róið eftir örmjörri rennu gegnum mikinn brimgarð. Þeir reistu kirkjuna Strandarkirkju sem nú er mesta áheitakirkja á Íslandi og þótt víðar væri leitað. 

Baldur Kristjánsson, 23/5 2009

Adam Nökkvi í kristinna manna tölu!

Falleg skírn í Strandarkirkju í dag eins og svo oft í þessari yndislegu kirkju. Barnið hlaut nafnið Adam Nökkvi. Foreldrarnir eru Birna Kristinsdóttir og Ingvar Sigurðsson og presturinn heldur á stóra bróður Óliver Pálma sem hann skírði 17. júlí 2006. Við erum hér fyrir altari Strandarkirkju.

Falleg skírn í Strandarkirkju í dag eins og svo oft í þessari yndislegu kirkju. Barnið hlaut nafnið Adam Nökkvi. Foreldrarnir eru Birna Kristinsdóttir og Ingvar Sigurðsson og presturinn heldur á stóra bróður Óliver Pálma sem hann skírði 17. júlí 2006. Við erum hér fyrir framan altari Strandarkirkju.

Baldur Kristjánsson, 17/5 2009

Lionsmenn heimsækja Strandarkirkju!

Lionsmenn frá Akranesi komu í Strandarkirkju í dag og hlýddu á fyrirlestur sóknarprestsins um kirkjuna og mannlíf í Selvogi. þau (ein kona var í hópnum) stilltu sér síðan upp fyrir anddyri kirkjunnar ásamt börnum sem þarna voru að leik. Yndislegt veður var í Selvoginum í dag. Sól stirndi á blíðan hafflötin og einn og einn selur rak höfuðið uppúr og horfði hugfanginn til lands þar sem mennirnir hafa komið sér fyrir. Mynd. BK

Lionsmenn frá Akranesi komu í Strandarkirkju í dag og hlýddu á fyrirlestur sóknarprestsins um kirkjuna og mannlíf í Selvogi. þau (ein kona var í hópnum) stilltu sér síðan upp fyrir anddyri kirkjunnar ásamt börnum sem þarna voru að leik. Yndislegt veður var í Selvoginum í dag. Sól stirndi á blíðan hafflötin og einn og einn selur rak höfuðið uppúr og horfði hugfanginn til lands þar sem mennirnir hafa komið sér fyrir. Mynd. BK

Baldur Kristjánsson, 16/5 2009

Strandarkirkja, helgistaður við ströndina!

Hægt er að panta fyrirlestur um Strandarkirkju og Selvoginn hjá sóknarpresti í síma 4833771 eða 8980971 eða með því að senda rafpóst á bk@baldur.is

Hægt er að panta fyrirlestur um Strandarkirkju og Selvoginn hjá sóknarpresti í síma 4833771 eða 8980971 eða með því að senda rafpóst á bk@baldur.is

Baldur Kristjánsson, 13/5 2009

Oddfellowar hlýða á fyrirlestur í Strandarkirkju

Oddfellowar heimsóttu Strandarkirkju um helgina með frúm sínum og áttu góða stund í kirkjunni en þeir fengu auðvitað fyrirlestur um sögu kirkju og Selvogs. Myndir BK

Oddfellowar heimsóttu Strandarkirkju um helgina með frúm sínum og áttu góða stund í kirkjunni en þeir fengu auðvitað fyrirlestur um sögu kirkju og Selvogs. Myndir BK

Baldur Kristjánsson, 10/5 2009

Maríusystur hlýða á fyrirlestur

Maríusystur sbr. myndatexta hér fyrir neðan.Mynd BK

Maríusystur sbr. myndatexta hér fyrir neðan.Mynd BK

Baldur Kristjánsson, 10/5 2009

Maríusystur í Strandarkirkju

Maríusystur heimsóttu Strandarkirkju sl. laugardag og flutti séra Baldur Kristjánsson fyrirlestur um kirkjuna opg Selvoginn en Strandarkirkja er líklega Maríukirkja. Myndir BK

Maríusystur heimsóttu Strandarkirkju sl. laugardag og flutti séra Baldur Kristjánsson fyrirlestur um kirkjuna opg Selvoginn en Strandarkirkja er líklega Maríukirkja. Myndir BK

Baldur Kristjánsson, 10/5 2009

Feðgar á ferð

Feðgarnir Bogi Þorsteinsson og Blængur M. Bogason voru meðal þeirra sem komu við í Strandarkirkju um helgina. Bogi er sjómaður en kirkjan hefur alltaf höfðað til sjómanna. Blængur býr á Akureyri og er grunnskólanemi. Þeir eru hér fyrir framan altarið á kirkjunni. Mynd. BK

Feðgarnir Bogi Þorsteinsson og Blængur M. Bogason voru meðal þeirra sem komu við í Strandarkirkju um helgina. Bogi er sjómaður en kirkjan hefur alltaf höfðað til sjómanna. Blængur býr á Akureyri og er grunnskólanemi. Þeir eru hér fyrir framan altarið á kirkjunni. Mynd. BK

Baldur Kristjánsson, 10/5 2009

Ferming í Strandarkirkju!

Þórarinn Friðriksson var fermdur í Strandarkirkju í dag. Hér er hann í miðju ásamt foreldrum sínum Friðrik og Ástu og öfum og ömmum Þórarni Snorrasyni, Jóhönnu Eiríksdóttur og Einey Þórarinsdóttur og Hjalta Þórðarsyni (hægra megin frá okkur séð). Veður var gott. Söngur kirkjukórsins var með miklum ágætum. Athöfnin ljúf á alla lund. Fermingarbarnið til fyrirmyndar. Ný og falleg kerti á altari. Kirkjan hrein og fín eins og hún er raunar alltaf. Á rftir var fermingarveisla í Hlið. Mynd BK

Þórarinn Friðriksson var fermdur í Strandarkirkju í dag. Hér er hann í miðju ásamt foreldrum sínum Friðrik og Ástu og öfum og ömmum Þórarni Snorrasyni, Jóhönnu Eiríksdóttur og Einey Þórarinsdóttur og Hjalta Þórðarsyni (hægra megin frá okkur séð). Veður var gott. Söngur kirkjukórsins var með miklum ágætum. Athöfnin ljúf á alla lund. Fermingarbarnið til fyrirmyndar. Ný og falleg kerti á altari. Kirkjan hrein og fín eins og hún er raunar alltaf. Á eftir var fermingarveisla í Hlið. Mynd BK

Baldur Kristjánsson, 3/5 2009

Altaristaflan

Sigurður Guðmundsson málaði altaristöfluna í Strandarkirkju eftir danskri fyrirmynd árið 1865. Samskonar myndir eftir Sigurð má víða sjá í kirkjum. Mynd. BK

Sigurður Guðmundsson málaði altaristöfluna í Strandarkirkju eftir danskri fyrirmynd árið 1865. Samskonar myndir eftir Sigurð má víða sjá í kirkjum. Mynd. BK

Baldur Kristjánsson, 3/5 2009

Kirkjan er opin alla daga yfir sumartímann. Opnað er um kl. níu og lokað um kvöldmat.

 

Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS