Strandarkirkja

 

Kirkjudagur í Strandarkirkju sunnudag!

Kirkjudagur í Strandarkirkju sunnudag. Messa kl. 14.00

Yfirskrift:Jesaja 26.3……þjóð sem hefur stöðugt hugarfar.

Pétur Pétursson prófessor prédikar

Séra Baldur Kristjánsson sóknarprestur þjónar fyrir altari

Organisti: Hannes Baldursson

Samkoma eftir messu

Jónas H. Haralz  fv. bankastjóri talar um: Efnahagshrunið og heiminn sem við tekur

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flytur hugvekju.

Strandarkirkja

Baldur Kristjánsson, 31/7 2009

Messa á sunnudaginn 28/6

Við messum á sunnudaginn kl. 14:00 Hannes Baldursson spilar á orgelið og Baldur K

Altaristaflan er um upprisuna!

Altaristaflan er um upprisuna!

ristjánsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar um sumarið.  Félagar úr kór Þorlákskirkju leiða söng.

Baldur Kristjánsson, 26/6 2009

Hornfirðingar á ferð.

Góðir gestir í Strandarkirkju í gær. Hornfirðingar á ferð.

Góðir gestir í Strandarkirkju í gær. Hornfirðingar á ferð.

Baldur Kristjánsson, 26/6 2009

Góðærið komið í Selvoginn!?

Uppsveiflan 

Vogsósar 2

Vogsósar 2

 kom aldrei í Selvoginn, vestustu sveit Árnessýslu, þar sem Strandarkirkja ræður ríkjum.  Þessi fallegi héraðsstubbur svaf að mestu leyti af sér góðærið.  Lífið gekk sinn vanagang. Þó var byggt þar kaffihús. Nú er öldin önnur. Nú er þar risinn byggingarkrani í stíl höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti byggingarkraninn í Selvogi.  Það mætti halda að æðið hafi náð þangað og ekki frést af hruni. Já og nei, það stendur til  að byggja brú yfir ósinn sem tengir Hlíðarvatn við Atlantshafið. Suðurstrandarvegur skal þar liggja á brú. Við hann hefur verið unnið dag og nótt undanfarin misseri og eru undirstöður hans komnar alla vega langleiðina á milli Þorlákshafnar oig Krísuvíkur.

Viogsósar 1

Viogsósar 1

Baldur Kristjánsson, 24/6 2009

María og Bjarni Þór messa í Strandarkirkju!

Sunnudagur 14. júní.  Strandarkirkja.  Messa kl. 14:00. Organisti Hannes Baldursson. Prestar María Ágústsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason. 

Baldur Kristjánsson, 11/6 2009

Þjóðverjar á ferð!

Þjóðverjar á ferð í Strandarkirkju í undir leiðsögn Gylfa Guðmundssonar.  Séra baldur sagði frá kirkjunni og Selvoginum!

Þjóðverjar á ferð í Strandarkirkju í undir leiðsögn Gylfa Guðmundssonar. Séra baldur sagði frá kirkjunni og Selvoginum!

Baldur Kristjánsson, 7/6 2009

Á Sjómannadegi!

Í dag (á morgun) þökkum við sjómönnum fyrr og síðar, ungum sem gömlum, lífs og liðnum fyrir starf þeirra og líf.  Þökkum þeim fyrir það að hafa við erfið og hættuleg skilyrði fært okkur björg í bú. Sérstaklega er hugur okkar með þeim sem hafa farist við störf sín og með þeim sem lokið hafa lífi sínum hér á jörðu.  Blessuð veri minning þeirra allra.  Þetta voru hetjur hafsins, í hópi hinna raunverulegu hetja þjóðarinnar. Nú er æ sjaldnar talað um hetjur hafsins – æ sjaldnar verður sjómannsstarfið tilefni rómantískra eða raunsannra hugleiðinga skálda.  Umræðan hefur færst frá sjósókninni sem slíkri yfir í fyrirkomulag, eignarhald.  Veröldin hefur líka breyst.  Tæki orðið öruggari, vistin um borð manneskjulegri, sjósóknin skipulegri, allt er kortlagt.  Þó er sumt sem aldrei breytist, brælan, volkið, erfiðið, bleitan, saltið, fjarveran. Sjómannsstarfið verður aldrei eins og hvert annað starf, það mun ávallt krefjast fórna og útgerðin verður aldrei eins og hver önnur atvinnugrein. Til þess er hún háð of mörgum náttúrulegum þáttum sem við höfum litla eða enga stjórn á. Útgerð  verður alltaf blandin áhættu, háð sveiflum – þar verða menn alltaf mis farsælir sagan kennir okkur að sumir eru einfaldlega farsælari en aðrir.

Og gleymum því ekki að sjósóknin ræður líklega baggamuninn um það að hér á landi er hægt að lifa sómasamlegu lífi. Það er hægt að lifa á gæðum landsins landbúnaði, orkunýtingu og með því að sýna ferðamönnum landið og selja þeim handverk og menningu en sjómennskan verður ávallt það sem ríður baggamuninn.  Þess vegna megum við til að halda á málum með þeim hætti að afrakstur af greininni verði sem mestur án þess að gengnið sé á höfuðstólinn – greinin verður með öðrum orðum að vera sjálfbær  - . Og við verðum að gæta þess að auðlindin sjálf hverfi aldrei úr eigu þjóðarinnar og ákvarðanir um aðgang verði ávallt með íslenskum lögum gerðar með hagsmuni þjóðar í bráð og lengd í huga.  Hvernig þessum markmiðum verður best náð er svo útfærsluatriði stjórnvalda og hvort sem það verður í meiri eða minni samstarfi við aðrar þjóðir.  Það sem snýr að kristnum dómi er fyrst og fremst þetta:  Í fyrsta lagi. Að auðlindin verði einnig auðlind fyrir komandi kynslóðir.  Í öðru lagi að réttsýni, sanngirni og jafnræði ráði ferðinni þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag nýtingar.´

Á Sjómannadegi óska ég sjómönnum og fjölskyldum þeirra alls góðs og bið þeim Guðs blessunar.

Baldur Kristjánsson, 6/6 2009

Brúðkaup á Hvítasunnu!

Jóhanna Sigríður Hannesdóttir auglýsingastjóri og Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri voru gefin saman um Hvítasunnuna af séra Baldri Kristjánssyni og sjást hér ásamt Dýrleifu sinni 3ja ára.  Í baksýn má sjá varðmennina á altaristöflunni sem liggja nánast í öngviti. Mynd BK

Jóhanna Sigríður Hannesdóttir auglýsingastjóri og Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri voru gefin saman um Hvítasunnuna af séra Baldri Kristjánssyni og sjást hér ásamt Dýrleifu dóttur sinni 3ja ára. Í baksýn má sjá varðmennina á altaristöflunni sem liggja nánast í öngviti. Mynd BK

Baldur Kristjánsson, 1/6 2009

Messa á Hvítasunnu!

Strandarkirkja.  Messa á Hvítasunnudag kl. 16:00 (ath. breyttan tíma) Organisti Hannes Baldursson. Kór Þorlákskirkju. Prestur Baldur kristjánsson.  Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar.

Baldur Kristjánsson, 25/5 2009

Pylsuvagninn!

Er afskekktasti pylsuvagn landsins í Selvogi? Eða segir maður pulsuvagn? Pylsusvagninn hennar Guðrúnar Tómasdóttur í Götu er búinn að vera þarna í mörg ár. Hún er hér í dyrum. Í pylsuvagninum má einnig fá handverk og annað smálegt. Selvogurinn er annars miðja vegu við suðurströndina milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur.  Þar er fábýlt.  Í Selvoginum er mesta áheitakirkja landsins, kirkjan á ströndinni, kirkjan við hafið, Strandarkirkja.  Það er gott að koma í Strandakirkju. Bæði kirkjan og pylsuvagninn eru opin alla daga.

Er afskekktasti pylsuvagn landsins í Selvogi? Eða segir maður pulsuvagn? Pylsusvagninn hennar Guðrúnar Tómasdóttur í Götu er búinn að vera þarna í mörg ár. Hún er hér í dyrum. Í pylsuvagninum má einnig fá handverk og annað smálegt. Selvogurinn er annars miðja vegu við suðurströndina milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur. Þar er fábýlt. Í Selvoginum er mesta áheitakirkja landsins, kirkjan á ströndinni, kirkjan við hafið, Strandarkirkja. Það er gott að koma í Strandakirkju. Bæði kirkjan og pylsuvagninn eru opin alla daga.

Baldur Kristjánsson, 24/5 2009

Kirkjan er opin alla daga yfir sumartímann. Opnað er um kl. níu og lokað um kvöldmat.

 

Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS