Strandarkirkja

 

Messur um bænadaga og páska!

Þorlákskirkja Skírdagur: Hátíðarmessa og fermingarmessa kl. 13:30.
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 10:00.

Hjallakirkja. Páskadagur Hátíðarmessa kl. 13:30

Strandarkirkja Páskadagur Hátíðarmessa kl. 15:00.

Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar í öllum messsum. Org. Hannes
Baldursson. Kirkjukór Þorlákskirkju. Prestur Baldur Kristjánsson.

Baldur Kristjánsson, 31/3 2010

MESSAÐ Á 3JA Í JÓLUM!

Strandarkirkja 3ja í jólum sunnudag 27. Desember. Hátíðarmessa kl. 14:00.  Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar.  Kirkjukór Þorlákskirkju. Einsöngur Guðrún Ingimarsdóttir.  Organisti og kórstjóri Hannes Baldursson.  Prestur Baldur Kristjánsson

Þorlákskirkja 24. Desember aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18:00 Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar.  Kirkjukór Þorlákskirkju. Einsöngur Guðrún Ingimarsdóttir.  Organisti og kórstjóri Hannes Baldursson. Prestur Baldur Kristjánsson

Hjallakirkja Jóladagur Hátíðarmessa kl. 14:00. Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar.  Kirkjukór Þorlákskirkju.  Organisti og kórstjóri Hannes Baldursson.   Prestur Baldur Kristjánsson

Baldur Kristjánsson, 22/12 2009

Uppskerumessa á Sunnudaginn!

Sunnudag 6. september verður Uppskerumessa árleg í kirkjunni kl. 14:00.  Uppskerumessan er þakkagjörðarmessa þar sem þakað er fyrir gróður jarðar og raunar allt það sem þakka þarf.  Prerstur í þessari messu verður hinn ástsæli fyrrverandi prófastur Árnesprófastsdæmis sr. Úlfar Guðmundsson en Úlfar hefur oft komið að málefnum kirkjunnar bæði sem prófastur og fulltrúi í Strandarkirkjunefnd. Organisti er organisti kirkjunnar Hannes Baldursson og félagar úr kirkjukór Þorlákskirkju munu leiða söng.

Baldur Kristjánsson, 4/9 2009

FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR BJARGAR þÓRHALLSDÓTTUR OG ELÍSABETAR WAAGE

Marmenni eins og fyrri daginn i Strandarkirkju.  Að þessu sinni á tónleika Bjargar og Elísabetar!

Margmenni eins og fyrri daginn i Strandarkirkju. Að þessu sinni á tónleikum Bjargar og Elísabetar!

Þær stöllur hafa unnið saman síðan 2006

Þær stöllur hafa unnið saman síðan 2006

Baldur Kristjánsson, 17/8 2009

ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG OG SÖNGLÖG Í STRANDARKIRKJU Á MARÍUMESSU

Elísabet Waage

Elísabet Waage

Næstkomandi sunnudag 16. ágúst kl. 14 halda Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari
tónleika í Strandarkirkju. Á efnisskránni eru nokkrar Maríubænir í tilefni af Maríumessu 15. ágúst (dagur
himnafarar Maríu meyjar)  ásamt íslenskum þjöðlögum og sönglögum eftir Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns,
Jón Ásgeirsson o.fl.  Þá mun sr. Baldur Kristjánsson segja frá Strandarkirkju og flytja bænarorð. Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir.

Baldur Kristjánsson, 12/8 2009

MR árg.´47 í Strandarkirkju

Þessi föngulegi hópur árgangur 1947 úr MR hlýddi á fyrirlestur eða frásögn sóknarprests um Strandarkirkju og Selvog í dag. Það vantaði hvorki góða veðrið og góða skapið. Á myndinni má sjá margt kunnulegra andlita. Tvíklikkið á myndina ef þið viljið fá hana stærri. Mynd BK

Baldur Kristjánsson, 11/8 2009

Að messu lokinni!

Að lokinni messu Hannes Baldrsson,  Halla Kjartansdóttir og Óskar Jónsson kórfólk. Framavið Svanlaug Halla og Rúnar

Að lokinni messu: Hannes Baldursson, Halla Kjartansdóttir og Óskar Jónsson kórfólk. Framavið Svanlaug Halla og Rúnar

Baldur Kristjánsson, 6/8 2009

Afmælisbarn fyrir miðju!

Milli dr. Péturs og Jónasar Haralz er Sólveig Ólafsdóttir biskupsfrú móðir Péturs. Uppi hægra megin er Þorgerður Einarsdóttir, Baldur Kristjánsson uppi vinstra megin.

Milli dr. Péturs og Jónasar Haralz er Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú móðir Péturs en hún átti afmæli þennan dag. Uppi hægra megin er Þorgerður Einarsdóttir, Baldur Kristjánsson uppi vinstra megin. Fyrir miðju Hulda María Mikaelsdóttir djákni. Myndina tók Pétur Óli Pétursson

Baldur Kristjánsson, 4/8 2009

Fleiri myndir frá Kirkjudegi!

Baldur Kristjánsson, 4/8 2009

Yfirfull Strandarkirkja

Aldrei hafa jafn margir sótt messu í Strandarkirkju eins og í gær sunnudaginn 2. ágúst 2009 en þá var kirkjudagur í Strandarkirkju.  Um 200 manns voru í kirkjunni þegar mest var, kirkjuskipið var fullsetið og kirkjugangur, fólk stóð í anddyri og sat úti við opna glugga, margir urðu frá að hverfa sumir þeirra brugðu sér í kaffi í T-bæ.   Strax að messu lokinni þar sem dr. Pétur Pétursson prédikaði flutti Jónas H. Haralz mjög athyglisvert erindi um efnahagshrunið og leiðina upp en og Guðrún Ásmundsóttir flutti skemmtilega hugvekju.  Veðrið var yndislegt, heiðskír himinn og lauflétt norðangola.  Organisti í messunni var Hannes Baldursson og félagar úr kirkjukór Þorlákskirkju leiddu söng og fyrir altari var Baldur Kristjánsson.  Guðrún Ásmundsdóttir las lestra.

Undirritaður reyndi að taka nokkrar myndir frá altarinu.

Undirritaður reyndi að taka nokkrar myndir frá altarinu.

Baldur Kristjánsson, 3/8 2009

Kirkjan er opin alla daga yfir sumartímann. Opnað er um kl. níu og lokað um kvöldmat.

 

Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS