Strandarkirkja

 

Styttan Landsýn

Um Gunnfríði Jónsdóttur höfund Landsýnar

Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir fæddist 26. desember árið 1889 að Sæunnarstöðum í Hallárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hún var dóttir hjónanna Halldóru Einarsdóttur Andréssonar frá Bólu og Jóns Jónssonar. Gunnfríður var við nám í Kaupmannahöfn þegar hún kynntist tilvonandi manni sínum Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og þau felldu hugi saman.

Styttan Landsýn

Styttan Landsýn við Strandarkirkju eftir Gunnfríði var vígð sumarið 1953. Styttuna vígði þáverandi biskup Íslands Sigurgeir Sigurðsson. Styttan er af englinum sem birtist sæförunum sem lentu í sjávarháska fyrir langa löngu og er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík.

Höggmyndin er úr ljósu graníti og var höggvin í Noregi. Hún sýnir okkur hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.

Gunnfríður lést árið 1968 og á sér legstað í kirkjugarði Strandarkirkju.

     

    Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS