Strandarkirkja

 

Áheit – “… aldrei bregst hún mér”.

Enn og aftur bregst Strandarkirkja við áheitum. Eldri maður vék sér fyrir nokkru að djákna kirkjunnar og rétti honum umslag og bað fara með í bankann, þar í væri lítilræði sem hann hefði heitið á Strandarkirkju. Ekki tókst mér að fiska upp úr manninum söguna af áheitinu nema hvað það varðaði heill og heilsu ættingja – og hefði allt gengið eftir. Maðurinn lét og fylgja að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann héti á kirkjunna “og aldrei bregst hún mér” bætti hann svo við leyndardómsfullur á svip. En um leið brosandi, sæll.

Guðmundur S. Brynjólfsson, djákni

Baldur Kristjánsson, 9/3 2016 kl. 10.07

     

    Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS