Strandarkirkja

 

Djákni í Strandasókn

Heil og sæl sóknarbörn

Nú hef ég, Guðmundur S. Brynjólfsson verið ráðinn djákni í Þorlákshafnarprestakalli í 50% stöðu. Ég er því þjónn ykkar hér í Strandasókn. Ég er aðgengilegur bæði í gegnum síma (899-6568) og netfang sem er gummimux@simnet.is

Eins hef ég á miðvikudögum fasta viðveru í Þorlákskirkju frá klukkan 9:30 – 15 og þar er hægt að heimsækja mig,  eigið þið þar leið um.

Sunnudaginn 18. október var svokölluð Veiðimannamessa í Strandakirkju. Hún var vel sótt en þar þjónaði sr. Skírnir Garðarsson fyrir altari en undirritaður djákni predikaði.

 

Bestu kveðjur,

Guðmundur S. Brynjólfsson

 

Baldur Kristjánsson, 21/10 2015 kl. 12.04

     

    Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS