Skagastrandarprestakall

 

Fjölskylduguðsþjónusta í Hólaneskirkju 4. nóv. 2018, kl. 11.00

Við erum í sjöunda himni alla sunnudagsmorgna í Hólaneskirkju. Á þessum sunnudegi eru allar kynslóðir hvattar til að eiga samveru í kirkjunni.

Þau börn sem fermast í vor eru sérstaklega beðin um að koma til kirkju ásamt foreldrum. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Hugsanlega fáum við að hlusta á tónlistarflutning nemenda úr Tónlistarskólanum. Eftir messu fáum við okkur hressingu.

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum hefst um kl. 12.30.

Jól í skókassa—Skagaströnd og nágrenni

Tekið verður á móti jólagjöfum í Hólaneskirkju laugardaginn 3. nóv.frá kl. 12.00 – 16.00.  Heiða: 865 3689 og Bryndís: 860 8845.

Bryndís Valbjarnardóttir, 30/10 2018

Hólaneskirkja þriðjudaginn 9. október

Fermingarfræðsla hefst kl. 14.50 – 15.45

TTT- starf tíu til tólfára barna hefst kl. 16.00 – 17.00

Bryndís Valbjarnardóttir, 9/10 2018

Sunnudagaskóli 7. okt. kl. 11.00 í Hólaneskirkju

Á sunnudaginn 7. okt. kl. 11.00 í Hólaneskirkju verður bangsablessun. Tuskudýr, dúkkur og svefn – englar eru velkomin í sunnudagaskólann svo við getum blessað þau inn í veturinn.

Bryndís Valbjarnardóttir, 5/10 2018

Æskulýðsfundur í Hólaneskirkju föst. 28. sept. kl. 20.

Æskulýðsfundur í Hólaneskirkju föst. 28. sept. kl. 20. – Öll þau sem eru í 8. – 10. bekk eru velkomin að taka þátt í æskulýðsstarfinu í vetur. Æskulýðsfélag Hólaneskirkju ætlar á landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum helgina 26. – 28. okt. Mótið er í boði fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í grunnskólum prestakallsins. Þetta er risastórt æskulýðsmót með um 600 þátttakendum af öllu landinu. Þau sem hug hafa á að taka þátt í mótinu eru sérstaklega hvött til að mæta á föstudagskvöld, því ég mun kynna mótið, en skilyrði fyrir því að geta mætt á mótið er að taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar.

http://www.aeskth.is/ Næsti fundur verður mánudaginn 1. okt. kl. 20, en fundirnir verða framvegis á mánudagskvöldum

Bryndís Valbjarnardóttir, 27/9 2018

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Skagastrandarprestakall

Dagana 25. – 26. september 2018 heimsækir biskup Íslands allar kirkjur prestakallsins. Í sveitakirkjunum verður helgistund með hugleiðingu sem frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur og í Hólaneskirkju mun hún prédika við messu. Verið öll velkomin að eiga notalega stund saman í kirkjunum.

Þriðjudagur 25. sept.

Kl. 11.30 BERGSSTAÐAKIRKJA

Kl. 12.30 BÓLSTAÐARHLÍÐAKIRKJA

Kl. 15.00 HOLTASTAÐAKIRKJA

kl. 20.30 HÓLANESKIRKJA

Miðvikudagur 26. sept.

kl. 10.30 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA

kl. 10.45 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA – Biskup Íslands vígir sögutorg í Höskuldsstaðakirkjugarði.

kl. 12.00 HOFSKIRKJA

kl. 14.30 SÆBORG, dvalarheimili á Skagaströnd

Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur

Bryndís Valbjarnardóttir, 19/9 2018

Hólaneskirkja 9. júní kl. 13.00

Messa verður í Hólaneskirkju laugardaginn 9. júní kl. 13.00
Fermdir verða:

Almar Atli Ólafsson, Litla-Felli,  Skagströnd

Ólafur Guðni Helgason, Gufudal, Reykhólahreppi

Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur syngur. Meðhjálpari er Jón Ólafur Sigurjónsson. Verið öll hjartanlega velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 5/6 2018

Sjómannamessa 2. júní 2018 kl. 11.00 í Hólaneskirkju

Skrúðganga verður frá hátíðarsvæði við höfnina að Hólaneskirkju kl. 10.30.

Prestur er séra Bryndís Valbjarnardóttir, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygil og stjórnar kór sjómanna við undirleik dyggra hljóðfæraleikara þeirra Guðmundar Egils Erlendssonar, gítarleikara, Jón Ólafs Sigurjónssonar, bassaleikari og Valtýrs Sigurðssonar, trommuleikari. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. Ræðukonan í ár er Jensína Lýðsdóttir, sjómannsdóttir og sjómannskona. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Fögnum deginum – fögnum hetjum hafsins.

Bryndís Valbjarnardóttir, 1/6 2018

Ferming í Hólaneskirkju á hvítasunnudag 20. maí kl. 13.00

Fermd verð ungmennin:

Andri Már Gunnarsson, Sunnuvegi 2, Skagaströnd.

Brynjar Daði Finnbogason, Suðurvegi 30, Skagaströnd.

Einar Hjálmtýr Gunnarsson, Hólabraut 22, Skagaströnd.

María Gret Gunnarsdóttir, Suðurvegi 1, Skagaströnd.,

Mikael Garðar Hólmgeirsson, Ægisgrund 3, Skagaströnd.

Nadía Heiðrún Arthursdóttir, Marargötu 7, Grindavík.

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Séra Bryndís Valbjarnardóttir og Kristín Leifs Árnadóttir þjóna fyrir altari.

Bryndís Valbjarnardóttir, 14/5 2018

Ferming í Hofskirkju 19. apríl kl. 13.00

Á sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13.00 verður ferming í Hofskirkju

Fermdir verða Jón Árni Baldvinsson frá Tjörn og Sindri Freyr Björnsson frá Skagaströnd.

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Sólveig Erla Baldvinsdóttir leikur á þverflautu. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Gleðilegt sumar.

Bryndís Valbjarnardóttir, 16/4 2018

Bíósunnudagur 8.4.2018 í Hólaneskirkju kl. 11.00

Við ætlum að sjá hvað Nebbi og Tófa hafa verið að gera í vetur, við syngjum og biðjum bæna og fáum okkur ljúfa hressingu á eftir. Þetta verður síðasti sunnudagaskólinn á þessu misseri. Komið fagnandi í sunnudagaskólann í Hólaneskirkju. kveðja Bryndís og Helga.

Bryndís Valbjarnardóttir, 7/4 2018

Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
S: 860 8845 / 452 2695
bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

Sunnudagur

Hólaneskirkja: Sunnudagaskóli kl. 11.00

Dagskrá ...