Seljakirkja

 

Kirkjukór

Kirkjukórinn er undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 – 21:30 einnig er gert ráð fyrir 1 klst æfingu fyrir athafnir.  Kórinn getur bætt við sig áhugsömu söngfólki og hægt er að hafa samband við Tómas í síma 866 1823 fyrir frekari upplýsingar.

Kórinn hefur það hlutverk að leiða almennan safnaðarsöng í guðsþjónustum og jafnframt það að flytja umfangsmeiri tónverk fyrir söfnuðinn til þess að setja hátíðlegri blæ á hana.

Gert er ráð fyrir því að kórinn haldi að minnsta kosti tvenna tónleika á ári, aðventu og vortóneikar.

Kórinn fer öðru hverju í æfingarbúðir sem eru skipulagðar af tónlistarstjóra og stjórn kórsins. Þær eru oftast yfir helgi.
Kórinn hefur reglulega farið í ferðir til útlanda sem eru í senn söng og skemmtiferðir. Árið 2005 fór kórinn til Austurríkis, Þýskalands og Sviss. Í ferðinni hélt kórinn tvenna auglýsta tónleika. Í kirkju í Austurríki nánar tiltekið í Lautasch og á útitónleikasviði í Ruhpolding í Þýskalandi. Þessi ferð var einstaklega vel skipulögð og frábærlega heppnuð.

Stofnfundur Kirkjukórs Seljairkju var 16. maí 1981. Kórinn hefur síðan verið undir stjórn nokkurra kórstjóra. Ólafur Finnson var sá fyrsti.

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS