Seljakirkja

 

Fræðandi Febrúar

Í febrúar verður heldur betur skemmtileg dagskrá hjá okkur í Seljakirkju. Við ætlum að standa fyrir fjölbreyttum fræðslufyrirlestrum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá mánaðarins:

 

Sunnudagurinn 12. Ferbrúar

Kl. 12:30 – Súpa og brauð

Kl. 13:00 – Sálmar Lúthers, fyrirlestur

Eiga sálmar Lúthers enn erindi til okkar?

Dr. María Ágústsdóttir mun fjalla um sálma Lúthers  og  hvaða erindi þeir eiga í nýrri sálmabók sem gefin verður út á þessu ári.  Marteinn Lúther samdi marga sálma við dægurlög síns tíma.  Í ár er 500 ára afmælis siðbótarinnar minnst í kirkjunni og hvaða áhrif Lúther og þar með sálmar hans hafa haft á kirkju og kristni.

Eru sálmar Lúthers barn síns tíma eða tímalaus arfur kirkjunnar?

Kl. 14:00 – Guðsþjónusta

 

Miðvikudagarnir 15. Og 22. Febrúar

Kl. 19:30 – 21:00 Biblían og bænin, námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.

Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir hefur umsjón með námskeiðinu.

 

Sunnudagurinn 19. Febrúar

Kl. 12:30 – Súpa og brauð

Kl. 13:00 – Sálmar Bob Dylans, fyrirlestur

Hvernig birtist trúin í ljóðum og söngvum Dylans?

Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan orti mörg lög með trúarlegri skýrskotun sem nutu mikilla vinsælda.Henning Emil Magnússon mun fjalla um Dylan á trúartímabilinu 1979-1981 og trúar-hugmyndir hans.  Einnig mun Bylgja Dís Gunnarsdótti syngja lög eftir Corlioni við ljóð Dylans.

Getum við sungið lög Dylans í messum?

Kl. 14:00 – Guðsþjónusta

 

Sunnudagurinn 26. Febrúar

Kl. 12:30 – Súpa og brauð

Kl. 13:00 – Sálmar Saltarans, fyrirlestur

Hvaða áhrifa hafa Davíðssálmar Biblíunnar?

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson mun fjalla um áhrifasögu Davíðssálmanna og varpa upp fjölbreyttum myndum og skýrskotunum þar sem sjá má áhrif frá kunnum sálmum Biblíunnar.

Bæði í myndlist, ljóðum og kvikmyndum birtast oft vísun í þekkta sálma eins og 23. Davíðssálm og Sálm 121.  En einnig má víða sjá óbeinar tilvísanir sem dr. Gunnlaugur mun benda á.

Hvernig getum við betur tekið eftir áhrifum Saltarans?

Kl. 14:00 – Guðsþjónusta

 

Ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku og eru allir hjartanlega velkomnir

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS